Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 15
ÐUNN
Af Alftanesi.
253
það dálítið merkilegt, að nafnið Swarzkopf skyldi
stafast rétt,
Gn ef vér að hinu leytinu höfum það hugfast,
hve mikið kemur af vitleysum við slíkar tilraunir
og hve veik sönnunargögnin hér eru, þá liggur það
í augum uppi, að ekki er mikið upp úr þessu leggj-
andi. Og þá fer það ekki heldur að verða neitt ólík-
legt, að hér sé að tefla um einhvers konar leik eða
draum undirvitundarinnar, sem halda vilji áfram
sögunni frá 11. maí 1917 og búa til samband við
hana, sem í raun og veru sé ekkert til.
Um þetta verður hver að hugsa það, sem honum
þykir sennilegast. Og líklegast er skynsamlegast að
sætta sig við þá hugsun, að um þetta verði ekkert
vitað — fremur en svo ótal margt annað í þessu lífi,
sem við höfum ekki skilyrði til að skilja.
Heimreiðir, högg og umgangur.
Ég hverf þá aftur að því, sem menn hafa orðið
varir við í Bessastaðahúsinu. Ekkert af því er mikil-
fenglegt; ekkert af því lætur hárin rísa á höfðum
manna, né hlevpir hrolli niður eftir bakinu. Reim-
leikum nútíðarinnar er sjaldnast svo háttað. Venju-
legast eru þeir nokkuð blátt áfram og tilbreytingar-
litlir, í meira lagi óskáldlegir, eins og líf okkar. En
oft hafa þeir [það fram yfir reimleika fyrri tíma, að
þeir eru athugaðir með skynsemd og að rétt og ýkja-
laust er frá þeim skýrt.
J. R. svaf í sama herberginu, sem áður hefir verið
um getið, 3 ár, þar til er hann kvæntist. Oft heyrði
hann riðið heim að húsinu, þegar hann var þar niðri,
án þess að nokkur kæmi. Kynlegast þótti honum
það, að þá heyrðist honum eins og skeifnahljóð í
möl — á grasbletti framan við húsið.
Nokkurum sinnum heyrði hann barið að dyrum