Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Qupperneq 16
254
Einar H. Kvaran:
IÐUNN
á þessu tímabili, en þá var eins og um heimreiðina
að húsinu, að enginn var kominn.
Fyrstu þrjú haustin sín á Bessastöðum var hann
í löngum ferðalögum fyrir Búnaðarfélag íslands.
í*egar hann kom heim úr þeim ferðum, átti hann
jafnan undarlega örðugt með svefn fyrstu 2—3 næt-
urnar, eins og einhver væri inni, sem héldi vöku
fyrir honum. Samt kveðst hann hafa verið gersam-
iega óhræddur, og ekki geta gert grein fyrir áhrif-
unum. Hann líkir þeim við það, »að svefnróin hafi
verið toguð út úr sér«.
Hér fara nú á eftir þrjár sögur. Fyrirbrigðin, sem
þær skýra frá, voru sérstaklega ljós og greinileg,
enda athuguð með stillingu.
Fyrsta sagan gerðist haustið 1920.
J. Þ. átti von á manni úr Reykjavík um kvöldið.
Hann var staddur í svefnherberginu niðri, sem áður
hefir verið um getið, og í herberginu fyrir framan
(skrifstofunni) milli svefnherbergis og forstofu, var
ljós. Svefnherbergisglugginn var opinn, og J. P.
hallaði sér upp i rúm, ekki til að sofna, heldur var
hann að hugsa um eitthvað. Huröin milli svefnher-
bergis og skrifstofu var opin. Alt annað fólk á bæn-
um var úti í fjósi.
Pá er alt í einu barið á svefnherbergisgluggann.
J. P. heldur, að þetta sé maðurinn, sem hann átti
von á, rís ekki upp, en kallar:
»Farðu hinumegin«.
Pá líður nokkur stund. Aftur er barið á gluggann.
J. P. segir gestinum aftur að fara hinumegin.
Eftir álíka langa stund er barið á gluggann þriðja
skiftið. J. P. sprettur þá upp, fer út að glugganum
og spyr, hver þar sé. Enginn anzar. Hann vindur
sér í snatri fram gegnum skrifstofuna, út í forstofuna,
út úr húsdyrunum og leitar kringum húsið. Hann