Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Síða 17
IÐUNN
Af Alftanesi.
255
finnur engan. Hann fer út í fjós og spyr fólkið þar
spjörunum úr. Enginn hafði komið.
Við meira varð ekki vart að því sinni.
Önnur sagan er frá áliðnu sumri 1921, um mán-
aðamót ágúst- og septembermánaða. J. t*. var þá
kvæntur og þau hjónin sváfu niðri.
Einni stundu eftir miðnætti vekur frúin hann, og
segir, að umgangur sé mikill um húsið niðri, sem
hún skilji ekkert í. Honum heyrist þá gengið úr
forstofu til eldhúss, og hurð látin aftur, sem þar er
á milli. Hann heldur, að einhver hati sjálfsagt gengið
út úr húsinu, en hún telur umganginn meiri en svo,
að hann stafi af því einu.
Gluggi á svefnherberginu var kræktur opinn. Með-
an þau voru aö tala um þetta, var barið á útidyra-
hurðina. J. t*. fór þá ofan úr rúminu og út í glugg-
ann, og spurði, hver væri að berja.
Enginn anzar.
Pegar hann er að snúa sér við frá glugganum,
heyrir hann forstofuhurðina skellast af heljarafli.
Hann kveikir tafarlaust og fer fram í nærfötunum
einum. Hann hafði tekið eftir því, að útidyralyklin-
uin hafði ekki verið snúið. Vel heyrðist inn í svefn-
herbergið, hvenær sem það var gert. Svo að hann
býst við, að hurðin hljóti að vera ólokuð.
En hún var lokuð, að innan, eins og hún átti
að vera.
t*á fer hann inn í öll herbergin, sem sofið var i.
AUir voru i fasta svefni.
Gestur svaf þessa nótt í stofunni norðan við for-
stofuna. Hann hafði um kvöldið, eftir að allir voru
háttaðir, heyrt riðið heim að húsinu og að glamraði
í beizlisstöngum. Sömuleiðis hafði hann heyrt barið
á útidyrnar og umgang um húsið. Honum hafði ekki
komið annað til hugar, en að gestir væru komnir;
og hann hafði sofnað út frá harkinu.