Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 19
IÐUNN Af Álftanesi. 257 þrammað þar eitthvað um gólfið. Hún ætlar að fara að vekja mann sinn, en í því fer hann að atyrða einhvern reiðilega upp úr svefninum, og spyrja, hvers vegna hann sé að kasta grjóti hér. Svo að áhrif frá þessu þrammi virðast hafa borist til hans gegnum svefninn. Pá vekur frúin hann og segir honum, að einhver sé kominn inn í stofuna. Hann fer þangað. En þar er enginn. Fyrsta verk fólksins uppi á loftinu, þegar það fór á fætur um morguninn, var að athuga, hvort úti- dyrahurðin væri ólokuð. Ég hafði lokað henni, og lykillinn stóð í skránni. En bakdyrahurðin þá? Hún var líka lokuð að innan. Og enginn gestur var í húsinu. Ef ég væri spurður, hvernig ég haldi, að á þess- um kynlegu heimreiðum að Bessastöðum og höggum og umgangi standi, þá mundi ég tafarlaust svara: Blessaður, vertu ekki að spyrja mig um það. Því að ég veit ekkert um það. Eg veit ekki, hvort þarna eru i raun og veru einhverjar ósýnilegar verur á flakki og valda þessu. Sumir geta þess til að sjálf- sögðu. Það er sú gamla og rótfesta skoðun á upp- runa slíkra fyrirbrigða. Ég veit ekki, hvort þetta kann að vera einhver áhrif frá einhverjum hugsun- um einhverstaðar úti í tilverunni. Sumir menn gera sér það í hugarlund. Ég veit ekki, hvort þetta er einhverjar leifar frá gömlum viðburðum, og alveg laust við alla nútíðarstarfsemi skynsemi gæddra vera. Ég veit ekki, nema þetta sé eitthvað alt annað, sem engum manni hefir komið til hugar. Fyrir mér getur hver maður skýrt þetta á hvern þann hátt, sem hon- um finst skynsamlegastur. Ég efast, í hreinskilni sagt, um aliar skýringar. En um hitt hefi ég ekki minstu ástæðu til að efast, Iðunn VIII. 17

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.