Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Síða 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Síða 19
IÐUNN Af Álftanesi. 257 þrammað þar eitthvað um gólfið. Hún ætlar að fara að vekja mann sinn, en í því fer hann að atyrða einhvern reiðilega upp úr svefninum, og spyrja, hvers vegna hann sé að kasta grjóti hér. Svo að áhrif frá þessu þrammi virðast hafa borist til hans gegnum svefninn. Pá vekur frúin hann og segir honum, að einhver sé kominn inn í stofuna. Hann fer þangað. En þar er enginn. Fyrsta verk fólksins uppi á loftinu, þegar það fór á fætur um morguninn, var að athuga, hvort úti- dyrahurðin væri ólokuð. Ég hafði lokað henni, og lykillinn stóð í skránni. En bakdyrahurðin þá? Hún var líka lokuð að innan. Og enginn gestur var í húsinu. Ef ég væri spurður, hvernig ég haldi, að á þess- um kynlegu heimreiðum að Bessastöðum og höggum og umgangi standi, þá mundi ég tafarlaust svara: Blessaður, vertu ekki að spyrja mig um það. Því að ég veit ekkert um það. Eg veit ekki, hvort þarna eru i raun og veru einhverjar ósýnilegar verur á flakki og valda þessu. Sumir geta þess til að sjálf- sögðu. Það er sú gamla og rótfesta skoðun á upp- runa slíkra fyrirbrigða. Ég veit ekki, hvort þetta kann að vera einhver áhrif frá einhverjum hugsun- um einhverstaðar úti í tilverunni. Sumir menn gera sér það í hugarlund. Ég veit ekki, hvort þetta er einhverjar leifar frá gömlum viðburðum, og alveg laust við alla nútíðarstarfsemi skynsemi gæddra vera. Ég veit ekki, nema þetta sé eitthvað alt annað, sem engum manni hefir komið til hugar. Fyrir mér getur hver maður skýrt þetta á hvern þann hátt, sem hon- um finst skynsamlegastur. Ég efast, í hreinskilni sagt, um aliar skýringar. En um hitt hefi ég ekki minstu ástæðu til að efast, Iðunn VIII. 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.