Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 24

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 24
IBUNN Antiokkíu kaleikurinn. í París og New York er verzlunarhús eitt, sem hefir á boðstólum austurlenzka gripi og listaverk og er kent við Kouehakji. Petta verzlunarhús er nú að gefa út afar skrautlega bók í tveim bindum í arkar- broti um silfurbikar eða kaleik, sem sagt er af fróð- um mönnum, að muni vera frá 1. öld e. Kr., og má teljast einhver merkilegasti minjagripur kristninnar, sem til er. Á. bikar þessum eru myndir af Jesú Kristi og ýmsum postulum og guðspjallamönnum. Kaleikur þessi er nú í New York, og telja vísinda- menn engan vafa á því, að hann sé æva gamall. Og yfirleitt kemur þeim saman um, að hann sé frá siðari parli 1. aldarinnar eftir Krists burð. A. B. Cook, sem er kennari í austurlenzkum fræðum við háskólann í Cambridge hefir rannsakað nákvæmlega skraut það, sem á bikarnum er, eftir nákvæmum Ijósmyndum, og telur engan vafa á því, að hér sé um einhvern hinn merkilegasta forngrip að ræða. Bikarinn fansl árið 1910, ásamt nokkrum fleiri munum í Antiokkíu í Sýrlandi. Arabar nokkrir voru að grafa upp brunn og rákust þá á múrað hólf, nokkra metra niðri í jörðinni. í því var hikarinn og svo mikið af ýmislegu brotasilfri, að það var slattfylli í poka. Bikarinn seldu þeir Kouchakji og komst hann svo til Parisar. Er búist við þvf, að hér sé um að ræða silfurmuni úr einhverri kirkju, sem grafnir hafi verið í jörð til þess að forða þeim á hættutímum, líklega á dögum Júlíans frávillings (keisari 361—’63). Júlían lét loka aðalkirkjunni i Antiokkíu og rændi mestu af helgigripum hennar. Lét hann taka féhirði kirkjunnar og kvelja hann og loks

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.