Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 26

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 26
264 Magnús Jónsson: iðunn Eins og nærri má geta var alt gert til þess ad koma bikarnum í lag aftur eftir hnjask það og ó- hreinkun, sem hann hafði orðið fyrir, og tókst þaft vel, nema að því leyti, að dældir var ekki unt að rétta við nema með ofmikilli hættu á skemdum. . Kaleikurinn er tvöfaldur allur. Innri bikarinn er grófgerður og skrautlaus með öllu, en ytri bikarinn er afar mikið skreyttur margskonar myndum og flúri. Víða er bann gegnskorinn og skin þar i innri bikarinn. Undir bikarnum er stétt með því lagi, sem ekki þekkist nema frá tveim fyrstu öldunum e. Kr. Til eru nokkrir bikarar með þessu lagi, og eng- inn yngri en frá 1. öld e. Kr. Bikarinn eða kaleik- urinn er 19 sm. á hæð og í þvermæli 18 sm. efst, þar sem hann er víðastur. Skrautið utan á kaleiknum er mjög margbrotið og smágert. Dr. G. A. Eisen, fornfræðingur við Kali- forniu háskólann, sem skrifar bók þá um kaleikinn, sem áður er nefnd, hefir verið í mörg ár að grafast eftir merkingu hvers eins, sem þar er myndað og táknað. Fyrst af öllu er að nefna þar mynd af Jesú Kristi. Sést framan á andlit hans og er hann í skikkju líkri rómverskri tógu. Stjarna, dúfa og lamb eru tákn þau, sem taka af öll tvimæli um það, af hverj- um myndin sé. Með hægri hendi bendir hann á fat með sjö brauðum og tveim íiskum og hveitiaxi. En fyrir neðan er rómverski örninn, og hlýtur hann blessun af kristnu trúnni. Sinn til hvorrar handar standa þeir Pétur og Páll, og er Pétur til hægri handar, eins og tíðkaðist i grísku kirkjunni. Pá eru myndir af Júdasi (ekki Ískaríot), Jakobi yngra, Andreasi, sem var orðinn pislarvottur áður en bikar- inn var smíðaður, Lúkasi, Markúsi og Jesú á æsku- skeiði. Andlit hans minnir þar mjög á andlitsfall Kristsmynda í katakombunum, Matteusi og bræðr- um Jakobi og Jóhannesi Zebedeussonum. Þessar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.