Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 28

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 28
IÐUNN íslenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrum. íslendingar fyr á öldum áttu völ svo dýrmætra hiuta, að þeir gátu framar öðrum mönuum sæmt stórhöfðiugja gjöfum svo fágætum, að þeir gripir töldust konungsgersemar. Má af þessu tæi fyrst nefna hvítabirni. Þeir voru sem von var fágætastir, því að menn áltu þess sjaldan kost, að komast yfir slíka gersemi lifandi, en þó nefna sögur vorar dæmi þess, svo sem þegar Auðunn vestfirski gaf Sveini kon- ungi Ulfssyni hvitabjörn- inn og ísleifur Gissurarson í vígsluferð sinni Heinreki keisara Konráðssyni. Þá var þaðj tannvara, og mun sú merkust frásögn um náhvalstönnina »á fimtu öln«, sem Þorvaldur prófastur Helgason komst yfir, og um getur í Árna bisk. sögu. Og loks má til hinna dýrmætu gripa telja valina islensku, og naut þeirra lengst. Um þá er ætlun min að rita nokkuð í greinar- korni þessu, þó ekki frá [náttúrufræðislegu sjónar- miði, heldur að eins að rekja nokkur söguleg drög um þetta efni. Gn til skilningsauka um það hvernig á því stóð, að íslenskir valir voru svo eftir sóttir niður allar aldir, sem raun varð á, skal ég í fám orðum drepa á veiði með fálkum, temslu og veiði íþeirra fyrrum alment. Menn hafa það fyrir satt, að veiði með fálkum Björn Pórðarson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.