Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 34
272
Björn Pórðarson:
IÐUNN
fálkanum var kastað. Purftu því veiðimannaflokk-
arnir oft að þeytast langar leiðir yfir grafir, skurði,
keldur, stokka og steina, án þess menn gæfu því
nokkrar gætur hvað fyrir varð, því að það galt að
hafa augun á leiknum. Henti þess vegna oft á veið-
um þessum, er konur einnig tóku drjúgan þátt í,
margskonar slys, líftjón og limiestingar.
I islenskum fornritum er ekki oft getið veiði með
fálkum. Sem dæmi, bæði úr Noregi og Svíþjóð, skulu
þá nefnd: Magnús konungur góði »fór á veiðar einn
dag með haukum og hundum« (40 ísl. þættir bls.
135). í Gautrekssögu I. kap. segir, að það hafi verið
besta skemtan Gautreks konungs, að veiða með
haukum, er merkir óefað það sama, sem veiði með
fálkum. En best er þessu lýst hjá Snorra (Hkr. k. 89)
og sýnir frásögnin, að hann hefir kunnað skil á
veiðiaðterðinni. Hann segir svo: »Þat var einn dag
snimma at konungur reið út með hauka sína ok
hunda ok með honum menn hans. En er þeir fleygðu
haukunum, þá drap konungshaukr i einu renzli II
orra; ok þegar eftir þat rendi hann enn fram ok
drap III orra; hundarnir hljópu undir ok tóku
hvern fuglinn er á jörð kom. Konungr hleypði eptir
ok tók sjálfr veiði sína ok hældisk mjök, segir svá:
»langt mun yðr flestum til áðr þér veiðið svá«. Þeir
sönnuðu þat ok segja, at þeir ætluðu, at engi kon-
ungr myndi svá mikla gæfu til bera um veiði sína.
Reið konungr heim ok allir þeir; var hann þá all-
glaðr«. Konungsvalurinn hefir verið með afbrigðum
góður, því að það venjulega var, að fálki drap ekki
nema einn fugl í rensli og rendi ekki nema eitt sinn
að morgni.
í Danmörku var snemma tíðkuð veiði með fálk-
um. Þótt frásögn Krókarefssögu um það, að Refur
hafi fært Sveini konungi Úlfssyni 50 fálka, þar af
15 hvíta, frá Grænlandi, sem að líkindum er nokkuð