Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 35
IÐUNN islenskir fálkar og fálkaveiðar fyrrum. 273 ýkt, sanni að vísu ekki, að konungur haíi notað sjálfur þessa fálka til veiða, þá er hitt víst, að þessar veiðar voru stundaðar þar framan úr öldum. þegar veiði með fálkum var besta skemtun tiginna manna í flestum löndum Norðurálfu og stunduð af kappi einkum í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi, var ekki kyn þótt eftirspurn væri mikil eftir góðum veiðifálkum. í inörgum löndum var lítið um fálka og fóru þeir þverrandi sökum veiðifíknar manna. NorðurlandafáJkar þóttu öðrum betri, en bestur íslands-valurinn (falco islandicus), sem talinn var greinast í þrjár höfuðtegundir eftir lit. Grávalur, hálf- hvítur og hvitvalur (falco candidus), sem þótti ágæt- astur allra bæði sökum fegurðar og veiðiþrótts. það hefir ekki liðið á löngu frá byggingu landsins þar til íslandsvalurinn varð þektur um mörg lönd sunnar í álfunni. Útflutningur fálka hefir því hafist snemma, enda eru valir í Grágás taldir meðal verð- mætra fugla með álftum og gæsum, sem óheimilt var að veiða í annars manns landi (Grg. II. Lbþ. bls. 436). En hin fyrstu rök þess, að íslenskir fálkar voru dýrmætir gripir, mun í íslenskum ritum vera að finna í ræðu Einars Þveræings (Hkr. k. 125), þar sem hann telur meðal þeirra hluta, sem sendi- legir eru Ólafi konungi, hauka, það er vali. í ritum útlendinga er og íslenskra fálka snemma getið. Giraldus Cambrensis (Gerald de Berry), er uppi var á Englandi á 12. öld, lærður maður og mikill höfð- ingi, getur í riti sínu »Topographia Hiberniæ« ís- lands, og segir að i þessu landi fáist stórir og ágætir fálkar og haukar (Landfrs. I, 63—64). Giraldus var mjög með Hinreki II. Englakonungi og Jóhanni landlausa, en þeir voru báðir veiðimenn miklir og höfðu frábæra unun af veiði með fálkum. Á þessum öldum var fálkaflutningur frá Noregi til Englands mjög tíður, bæði sem verslunarvara, en þó einkum Iðunn VIII. 18

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.