Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Qupperneq 38
276
Björn Þórðarson:
IÐUNN
í annarslandi, hafa fálkaveiðar á almenningum, afréttum
og fjöllum, að líkindum verið frjálsar. En svo skeður
það, að þegar taka skyldi Jónsbók í lög voru ákvæði
bókarinnar um fálkaveiðar eitt þeirra atriða, sem
ágreiningur varð um milii Árna biskups vegna kirkj-
unnar og konungsvaldsins, og hafa menn af þessu
dregið þá ályktun, að erkistóllinn í Niðarósi hafi þá
.haft einkarétt til fálkatekju hér á landi (F. J. Hist.
eccl. II. 15).
í frumvarpi bókarinnar hefir staðið ákvæði um,
að konungur mætti vali veiða á hvers manns jörðu
og án nokkurs gjalds til landsdroltins, og hefir hann
þannig ætlað sér í svipan að taka undir sig allan
rétt til fálkaveiða. Móti þessu reis Árni biskup. Hafði
hann sumarið 1279 fengið bréf erkibiskups, þar sem
hann bauð honum »at láta eigi konungsmenn draga
þat trelsi undan kirkjunni, sem hon hafði áðr land
kom undir konungdóminn, þat var at kaupa frjáls-
liga brennustein ok fálka«. (Bps. I, 713).
í þessu er ekki fólgin nein einkaréttindi til kaupa,
og til þess að öðlast þenna rétt þurfti engin laga-
fyrirmæli; alt öðru máli var að gegna í Noregi, þar sem
konungur hafði einkarétt til fálka. En nú hafði erki-
stóllinn fengið í Norgi með páfabréfinu frá 1194
takmarkaðan rétt til að kaupa fálka, og þenna rétt
hefir hann að vísu notað hér á landi einnig, en
alveg óskorað, þar sem konungur hafði þá engin
slík réttindi. Með því að konungur fengi einkarétt
til veiða, hurfu réttindi erkistólsins og því hlaut
kirkjan auðvitað að mótmæla, enda hefði kirkjan
þá haft minni rétt hér en hún hafði i Noregi. í
deilum sinum við Rafn vísar biskup einnig til sátta-
gerðarinnar milli erkibiskups og Magnúss konungs
frá 1273, þar sem forn frelsi kirkjunnar skildi hald-
ast um fálkaveiðar, og virðist hann því ekki fara
þar öðru fram, en að erkistóllinn njóti sama rétlar