Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Síða 40
278
Björn Þórðarson:
IÐUNN
og fjöllum, þarf hann hinsvegar ekki að greiða gjald
fyrir, þar sem það land taldist konungs eign, sem
enginn þegn hans gat helgað sér. Hinsvegar er þess
hvergi getið, að konungur hafi forkaupsrétt að fálk-
um, og er það í góðu samræmi við það, að kaupa-
réttur kirkjunnar hélst. En i réttarbótinni frá 1314
(Jb. bls. 298 § 20), er ákvæði, sem getur hafa verið
sett bæði til ákvörðunar því, hversu mikið gjald
fálkafangarar konungs skyldu gjalda, og að öðru
leyti verið almenn regla, þegar jarðeigandi leyfði
öðrum fálkaveiði í sínu landi, að »ef maðr tekr
fálka á annars manns jörðu, eigi sá tvo hluti verðs
er á jörðu býr, en sá þriðjung er tók«. Eftir þetta
finst ekkert alment ákvæði um fálkaveiðar hér á
landi fyr en 300 árum síðar.
Hverjar framkvæmdir urðu um fálkaveiðar á næstu
öldum er ekki kunnugt. Skílriki fyrir því munu ekki
vera til að neinu ráði. Þó er þess getið 1542 (D. I.
XII. nr. 60), að fuglafangarar liggi hér v'ð og kon-
ungur hafi af því tekjur. Hér er eflaust um fálka-
fangara að ræða, sem tekið hafa veiði á leigu. Hvort
svo hafi verið að staðaldri er óvíst, en hins má geta
til, að kirkjan hafi meðan hún hafði völd neytt síns
réttar, þó ekki finnist nú bréf fyrir þessu hér á landi.
Það er aftur víst, að íslenskir fálkar voru á öllum
þessum öldum, 14., 15. og 16. öld, mjög eftirspurðir,
því að ágæti þeirra ruddi sér stöðugt til rúms í álf-
unni. Það getur því ekki verið vafi á því, að þjóðir
þær, Englendingar, Hollendingar og Þjóðverjar, er
mesta höfðu sigling hingað, bæði til fiskiveiða og
kaupskapar, hafi reynt að ná í þá fálka, sem þær
gátu bæði með veiðum og kaupum. Fálkatekja
landsins hefir því lent hjá þessuin þjóðum einkum,
en konungur hefir haft hennar lítil not. Sem dæmi
er styrkir þetta, má geta þess, að þjóðverjar þeir,
er rændu Bæ á Rauðasandi 1578 fóru þangað eftir