Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 48
286
Björn Þórðarson:
IÐUNN
meisturunum í öllum greinum og tóku svari fálka-
fangara og sögðu, að minni veiði hvítfálka nú en
áður sýndi að eins það, að af þessum fuglum væru
færri til nú en þá, Ennfremur töldu þeir ekki á-
stæðu til að draga fálkafangarana fyrir lög og dóm
þótt þeim hepnaðist ekki veiðin, enda væri það örð-
ugt sýslumönnum og amtmönnum að hafa nákvæmt
eftirlit með fálkaföngurum, er stunduðu veiði ef til
vill á öðru landshorni. Að lokum leggja amtmenn-
irnir það til, að þar sem takmarka eigi gráfálka-
tökuna við tölu hinna hvítu og hálfhvítu, verði hlut-
fallið 1 : 4 þannig, að þeir sem komi með 1 hvítan
eða hálfhvítan af þeim séu leknir 4 gráir o. s. frv.
A þetta félst stjórnin.
Eins og getið var hér að framan, áttu fálkafang->
ararnir að skila fálkunum á Jónsmessu til Bessastaða,
siðar til Reykjavíkur, en þangað var fálkahúsið flutt
1763. Veiöarnar skyldu byrja 1. mars og fálkafang-
arar að annast fálkana á sinn kostnað þar til þeir
voru afhentir. Var það nokkur vandi, því að þeir
þurftu nákvæma hirðu og gott fóður. Fátæklingar
gátu ekki staðið straum aí þessu. Flutningi fálkanna
lýsir Horrebow (bls. 149) þannig, að flutningsmenn-
irnir séu ætíð ríðandi; einn maður geti reitt 10—12
fálka; hafi fálkarnir hettu nrður fyrir augu og sitji
bundnir á þverspítu á krosstré, sem flutningsmaður
heldur með hægri hendi og lætur neðri enda stang-
arinnar standa i ístaðinu.
Fálkamaður konungs, eða »ferðafálkarinn«, sem
hann var ætið kallaður, kom með þjónum sínum á
Hólmsskipi og síðar á sérstöku fálkaskipi hvert vor
um Jónsmessuleytið. Ferðafálkarinn veiddi aldrei
sjálfur. Hann velur úr þá fálka, sem hann telur
brúklega. Gráfálkar máttu helst ekki vera eldri en
2ja ára og hvítfálkar ekki eldri en 3ja; um þá mun
þeirri reglu þó oft ekki hafa verið fylgt, þeir teknir