Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 52

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 52
290 Björn fórðarson: IÐUNN gráir, 4 hálfhvítir og 3 hvítir. 1744: 180 gráir, 6 hvítir, 2 hálfhvítir. 1745: 129 gr., 21 hv., 11 hhv. Pá hafði aldrei fyr veiðst jafnmargir hvítir. Næsla ár veiddust 96 gráir, 10 hvítir. Pá kvörtuðu fálka- meistararnir yfir því hve fálkarnir væru fáir, sér- staklega þeir hvítu, en það var aísakað með því, að hafís hefði þá um veturinn ekki komið til landsins; veturinn verið »alt of« mildur og rjúpurnar ekki leitað niður í bygðina, en henni fylgi fálkinn. Næstu ár veiddust ögn færri. Árin 1751—54 eru hin mestu happaár fyrir veiðina. Árið 1751 komu flugfálkarnir i flokkum með hafísnum og þá veiddust 50 gráir, 42 hvítir, 11 hálfhvítir. 1752: 85 gráir, 18 hvitir, 12 hálfhvítir. 1753: 121 grár, 22 hvítir, 4 hálfhvitir. 1754: 144 gráir, 10 hvítir, 4 hálfhvítir. Næstu ár veiðist minna og árið 1758 að eins 35 gráir, 4 hvitir. Árið 1761 lifnar veiðin aftur. Þá veiðast 83 gráir, 16 hvítir, 7 hálfhvítir. Árið 1762 fleiri gráir en færri hvítir. 1763 veiddust alls 150 og árið 1764 varð besta veiðiárið í sögunni, veiddust 210 alls og árið 1765 152, en þessi ár voru tiltölulega mjög fáir hvitir. Nú var svo komið að fleiri veiddust fálkarnir en ráðlegt þótti að senda út til gjafa. Var það ráð tekið að takmarka þá tölu, er kaupa mætli af fálkaföng- urum. Gerð var tillaga til konungs um þetta og hún rökstudd á þá leið (NHT. II, 383), að »til þess að íslenskir fálkar, sem hlotið hafi frægð um víða ver- öld, og Hans hátign, einn allra þjóðhöfðingja, hefir getað miðlað að gjöf keisurum, konungum og furst- um, verði ekki ofalmennir og falli þess vegna í gildi sem hætta sé á þar sem eftirspurnin um nokkur ár hefir talsvert minkað en fálkaveiðin aukist«, verði framvegis að eins 100 fálkar fluttir til Danmerkur, en þeir sem veiðist umfram þá tölu höggnir. Petta fékk konungsstaðfestingu 1766, þó þannig, að velja mátti um hvort afgangs fálkarnir voru höggnir eða

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.