Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 58
IÐUNN Þér konur, með viðfaðma vængi og vonir er djarfar blossa. . . . Þér springið út og ilmið við ástir faðmlög og kossa. Að lokum fölnar og fellur hver fjóla og angan-reir . . . en kynslóð at kynslóð fæðist og kyssir, starfar og deyr. Pér konur, mig óskiftan eigið i æfinnar slysum og láni. • • • yður hyllir mitt hjarta þótt hár mitt fölni og gráni. Kg breiði fagnandi út faðminn — sjá, fríður guðs heimur er! . . . Og enn þá er ilmur úr grasi og æska í hjarta mér. Þér konur, á eldblysum kveikið, er kveldsól að viði hnígur, . . . svo reykelsis ilmur og andakt frá ölturum mannanna stígur,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.