Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 63

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 63
IÐUNN Fjárbænir og örlæti. 301 veita, og eftir því hvort meira er iðkað verður maður örari eða sínkari. En sinkur maður verður fyr eða síðarað smásál, örlátur maður víðsýnn, því að sá, sem eingöngu hugsar um sig, hefir að eins einn sjón- deildarhringinn og hann þröngan; hinn, sem löngum miðlar öðrum, verður í hvert sinn að líta á hlutina frá sjónarmiði þeirra, og með því eykst honum víð- sýni. Þetta vissu forfeður vorir vel. Örlæti, stórlæti, stórlyndi, stórmenska var í þeirra munni alt eitt. Ef vér athugum hugsjónir þeirra í þessu efni eins og þær koma fram í lofi skáldanna um hetjur og liöfð- ingja, þá sjáum vér, að eitt aðaleinkenni höfðingjans var örlætið. »Örr«, »gjöfull«, »gjöfrífur«, »auðmildur«, »fémildur«, »fégjöfull« o. s. frv. eru lýsingarorð þeirra. »Mildingur« varð konungskenning. Pegar Egill hleð- ur Arinbirni vini sínum lofköstinn, segir hann: Pat tel ek fyrst, er llestr of veit ok alþjóð eyru sækir, hvé mildgeðr mönnum þótti Hinn er fégrimmr, er í Fjörðum býr. Fornmenn vildu, að höfðingi væri grimmur við gull sitt, hlífði því ekki, heldur stráði því frjálsmannlega, væri »gullhættur«, »gullsendir«, »gullskerðir«, »gull- stríðir«, »gullsviptir«, »gullvörpuður«. Nú kynnu menn að halda, að skáldin hafi kveðið svo í eigin- gjörnum tilgangi, því að þeirra var hagurinn, að höfðingjar væru sem gjöfulastir. En ef betur er að gáð, þá er það ljóst, að menn dáðust að örlætinu vegna þess, hvern vott það bar um eðli mannsins sjálfs. Hávamál sýna, eins og fjölmargt annað í bók- mentum vorum, að forfeður vorir vildu ógjarna þiggja

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.