Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 69
IÐUNN Ingunn Jónsdóttir: Porgrímur Laxdal. 307 notið þeirrar ánægju að verða honum lengur sam- íerða, því að nú lægi leið sín yfir Laxárdalsheiði, vestur í Dalasýslu. Einar hafði ekki búist við þessu tiltæki og varð hálf kvumsa við; spurði þó hvort þeir ættu ekki að heilsa upp á sýslumanninn, úr því þeir væru komnir svona nærri aðsetursstað hans. það sagði Þorgrímur að hefði verið sönn ánægja fyrir sig, því hann hefði heyrt, að sýslumaður væri hinn mesti höfðingi heim að sækja, en því miður leyfðu annir sínar sér það eigi. Siðan kvaddi hann Einar með virktum og þakkaði honum á ný fyrir greiðvikni við sig og lagði síðan á heiðina. Oft sá ég Einar í Fornahvammi bæði fyr og siðar, en aldrei jafn daufan í dálkinn, eins og þegar hann kom til baka úr þessari fýluför, því hann var orðlagður gleðimaður. í annað sinn kom þorgrímur Laxdal líka sunnan Holtavörðuheiði og hafði slegist i för með Ingibjörgu Þorvaldsdóttur, móður séra Þorvaldar á Mel, hins alkunna fræðimanns. Þetta var löngu áður en séra Þorvaldur varð prestur. Hann mun þá hafa verið í skóla, en Ingibjörg farið norður að Staðarbakka til Furíðar systur sinnar, konu séra Jakobs Finnboga- sonar. Fau gistu öll á Melum. Ingibjörg og fylgdar- maður hennar og Forgrimur. Hún var látin sofa inni i baðstofu foreldra minna. Fegar hún var hátt- uð, kvartaði hún um að sér væri ilt i fæti og kvaðst þurfa að laga umbúðir, sem hún hefði um hann. Sá ég þá að fóturinn var marinn og hruflaður. Meðan hún var að gera við þetta, sagði hún móður minni, sem hjálpaði henni, ferðasöguna: Milli Fornahvamms og Sveinatungu liggur vegur- inn eftir mjóu klettabelti, milli tveggja gilja. Pað kallast Kattarhryggur. Nú er þar allgóður vegur, því búið er að lækka hann talsvert með þvi að sprengja ofan af honum. Við það hefir gatan orðið breiðari.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.