Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 70
308 Ingunn Jónsdóttir: Þorgrímur Laxdal. IÐUNN Ekki var kvenfólki mikið um að ríða Kattarhrygg áður en vegabótin var gerð. Ingibjörg var huguð kona, ætlaði því að ríða hann hiklaust, en þegar hún er komin upp á hrygginn, finst henni sig fara að svima, svo hún stöðvar hestinn, til að renna sér af baki. Þorgrímur sér þetta. Hann var kurteis mað- ur og flýtir sér því að hjálpa frúnni, en vegurinn var svo tæpur, að þegar hann kom að og var ekki bú- inn að ná fótfestu, þegar hún kom í fangið á hon- um, þá ruku þau bæði ofan fyrir klettana, oían í lækjargilið, hann aftur á bak og hún ofan á hann. — það voru glaðlyndar og kjarkmiklar konur, þær Þorvaldardætur, og ég man vel hvað Ingibjörg velt- ist um af hlátri, þrátt fyrir fótarmeiðslið, þegar hún sagði þessa sögu og líkti sér og Þorgrími við Gretti og bjarndýrið. — Engar sögur fara af því hvernig Þorgrími Laxdal leið eftir byltuna. Hann var karl- menni og skrokksterkur og bar sig vel. Ekki fór heldur eins fyrir þeim og piltinum og stúlkunni, sem einu sinni ultu ofan Kattarhrygg og voru trúlofuð þegar niður kom, en dottið hefir mér í hug, hvort það muni ekki alt vera sama sagan, bara orðin svona aukin. Pað væri þá ekki í fyrsta sinn, að ein lítil fjöður væri gerð að fimm hænum. Oftar sá ég Laxdal, en man ekki eftir neinu sögu- legu í sambandi við það, nema hvað ég heyrði full- orðna fólkið segja, þegar minst var á hann, að »ann- að væri gæfa en gjörfuleikk. Ingunn Jónsdóttir.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.