Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Side 71
IÐUNN Pan. Kvæðið byrjar á því, að trjátopparnir kinka kolli eins og til þess að samsinna einhverju, sem ég ekki skil. f'á er það, að Pan fer um skóginn og Pan er ung stúlka. Pað er eins og hún hafi enga hugmynd um hættu og rándýrin gera henni heldur ekki neitt. Hún kemur að polli, sem er djúpt inni í skóginum. Enginn hefir komið þar áður. Hún beygir greinarn- ar til hliðar og lítur niður í pollinn. Og þetta hlýtur að vera undarlegur pollur. Spegilmyndin hverfur ekki þegar stúlkan fer. Hvert? Pað veit enginn. En trén hvíslast á í kringum pollinn. Peim hefir öllum dottið það sama i hug og þau flétta saman greinar sinar. Þetta orkti kunningi minn og siðan hann kom frá útlöndum talar hann ekki um annað en skóga. Hann yrkir um skóga og líkir þeim við sálir mannanna. Allar aðrar likingar finnast honum einskis virði. Og þegar hann yrkir, talar hann um hrædda héra, sem ómögulegt sé að komast í færi við, eða þá uglu, sem sitji í holu tré. Hann talar líka um syngjandi fugla. Annars kom dálítið fyrir kunningja minn meðan hann var erlendis. Hann hefir sagt mér það eins og svo ótal margt annað, sem hann þykist ekki taka mark á. Hann var i skógarför með mörgu fólki. Hann dansaði mikið og skemti sér ágætlega. En þegar hann var að dansa við fallegustu stúlkuna, tók hann alt í einu eftir annari stúlku, sem stóð þar rétt hjá. Hann hafði ekki tekið eftir henni áður og vissi ekki til þess, að hún væri með. Hann slepti stúlkunni, sem hann var að dansa við og gekk rak- leitt til ókunnu stúlkunnar með útréttar hendur, því

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.