Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Blaðsíða 73
iðunn E. M.: Ágsborgarjátning og framþróunin. 311
Drottins liandar, sem úr kven- og karlkynjuðum
electrons, svo smáum, að enginn mannlegur andi
fær ímyndað sér þau, býr til allan sýnilegan og ó-
sýnilegan alheim, og með eilífu dularspili þeirra allar
hans breytingar í smáu sem stóru — hans evolution
og alls sem í honum er. Enn án þess að fara svona
langt getur gætin, varúðarsöm og trúuð skynsemi
sagt sér það sjálf, að skjal sem skrásett var 1530,
með stöðugri aðgæslu á því, að fæla ekki of marga
yfir í skaut hinnar gömlu móður í Róm, og að öðru
leyti studdist einungis við þá þekkingu, sem menn
upp að þeim tíma höfðu átt kost á að afla sér,
sem í trúfræðilegum efnum var eingöngu symbolisk,
patristisk, scholastisk, kanonisk o: kirkjuréttarleg —
að slíkt skjal geti þó eigi staðið á þeim grundvelli
þekkingar, sem endalausir fornfundir og uppgötvanir
náttúruvisinda hafa gefið rannsakandi anda manns
kost á að afla sjer á þeim 378 árum sem síðan eru
liðin. Hin eiginlega opinberunarbók skaparans, nátt-
úran, alheimseðlið, var enn þá óopnuð á hillu til-
verunnar og hélt áfram að liggja lokuð þar í 157 ár,
þangað til »Principia« Newtons, 1687, opnuðu hana,
og urðu ekki einungis grundvöllur nýrrar kristilegrar
heimspeki, en ruddu aldalöngum draumi Alchemist-
anna veg til að rætast í dagreynslu mannkynsins í
nútimans voldugustu visindum chemiunni.
Evolution í líkamseðli er eilíf atoma hreyfing, sem
veldur myndbreytingum, er fara nærri óskiljanlega
bægt. í andans heimi er hún sivakanda glöggsýni
á sambandi manns við altilveruna og hennar og hans
sambandi við frumhöfundinn. Rannsókn á verki jarð-
nesks meistara getur hvergi leitt rannsakanda nema
til glöggvari þekkingar á höfundinum. Rannsókn á
verki hins himneska meistara getur hvergi leitt nema
til glöggvari þekkingar á honum, á vilja hans og mætti.
Reformatorarnir neituðu eðlilega infallibilitas páfans;