Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1924, Page 79
IÐUNN Ritsjá. 317 meira en nokkur meðalmaður vinnur. Hann er rðggsamasti biskup í allri kirkjustjórn. Hann hefir með liöndum stór- kostlegar framkvæmdir í búskap og öðru. Hann smíðar og grefur og pentar himinlíkan og gerir margt fleira ágætt af kunnáttu sinni og hagleik. Og þá er enn ónefnt paö, sem nafni hans mun æ uppi halda, og pað er bókaútgáfu- starfsemi hans, liklega eitthvert áhrifamesta starf í pá átt, sem nokkur íslendingur hefir unnið. Um bók pessa vildi eg skrifa miklu fleira ef Iðunn leyfði. Hún má hiklaust teljast með merkustu sagnaritum vorum. Pað er sjálfsagöur hlutur, að eitthvað mætti að finna, og pó margt fjarska mikið álitamál. En benda má á einn kost bókarinnar og pað er, hve skinandi fallegur sögustill er á henni. Efnið leyfir höf. ekki viða spretti mikla, en pó eru í síðari pætti víða ágætlega skrifaðir kaflar. Vil eg benda til dæmis á kaflann um »morðbréfin« og fleiri kafla, og yfirleitt er bókin mjög skemtileg aflestrar par sem um slíkt getur verið að ræða. Engin von að kaflinn um tekjur konungs sé beinlinis eldhúslesning. En pá er pað önnur skemtun, sem í staðinn kemur, fögnuðurinn yfir að fá að vita rétt, og betur en áður var vitað. M. J. Guðm. G. Hagalín: Strandbúar,sögur. Seyðisf. MCMXXIII. Vestan úr fjörðum, Melakóngurinn. Rvík 1924. Guðm. Hagalin er að gerast umsvifamikill, og eru hér tvær bækur eftir hann á tveim árm. Strandbúar eru 6 sögur. Tvær af þeim hafa áður verið prentaðar svo að vér vitum. Ad leikslokiun er falleg saga, tragedía með 3 persónum, tveim karlmönnum og einni stúlku. Hún er nú orðin gömul og rifjar upp fyrir sér gamla æfintýrið á síðustu göngunni. Næsta sagan, Tófu- skinnið, er henni mjög ólik, ágæt gamansaga, og sýnir Haga- lín hér, eins og í fyrri sögum sínum að honum getur tekist vel að slila græskulausa gletni. Sagan er einhver besta saga Hagalíns og pó viðar væri leitað. Iiefndir er lang lengsta og mér liggur við að segja leiðinlegasta sagan. Finn ekki í henni púðrið. Himnabréf er átakanleg saga af heilögum einfeldningi, stórum í öllum barnaskapnum. Barómetið og Ilákarlaveiðin eru liressilegar sögur af sjógörpum og peirra

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.