Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 13
JÐUNN
Ofl og ábyrgð.
91
II.
Goðafræði og íslendingseðlið.
Sama skorts á ráðvendni í umræðum kennir nokkuð
átakanlega í tilraunum S. N. til þess að sanna »göt-
ótta þekking mína« í goðafræði og minnisleysi mitt á
Krist, sem sé »hinn mikli blóðugi guð veraldar-trúar-
bragðanna«.
S. N. hafði lýst sínum guði sem blóðugum vígaferla-
guði, sem fyrirgefur ekki og er ekki þroskaðri en myrkra-
völdin, sem hann berst við. Mér fanst þetta eitthvað
svipað Þór — ofurlítið fægðum og lituðum Þór.
Nú telur S. N. það nokkuð fávíslegt af mér að líkja
þessum guði við Þór, sem ekki sé talað um, að hafi
særst, svo að ben hafi gerst. Eg veit ekki, hvort svo
hégómlegar hártoganir eru taldar gildar röksemdir í um-
ræðum um goðafræði og sams konar vísindi. En útlægar
ættu þær að gerast í umræðum um málefni, sem skifta
verulega miklu fyrir mennina.
Þór drap »Lóríkúm hertoga, fóstra sinn ok konu hans,
Lórá eða Glórá . . . ok sigraði einn saman alla ber-
serki ok alla risa ok einn inn mesta dreka ok mörg dýr«.
Hann sigrar »öll kvikvendi*. Hann á hamarinn Mjölni,
»er hrímþursar ok bergrisar kenna, þá er hann kemr
á lopt, ok er þat eigi undarligt; hann hefir lamit margan
haus á feðrum eða frændum þeira«. Ætli það sé fjarri
lagi að hugsa sér slíkan guð »blóðugan«? Er það of-
vaxið ímyndunarafli manna að gera sér í hugarlund, að
einhvern tíma hafi blóðsletta komið á hann úr öðrum
en honum sjálfum? S. N. bendir mér á, að eg hefði
heldur átt að geta upp á Baldri — sem var líknsam-
astur Asanna og aldrei við nein vígaferli kendur — af
því að hann er nefndur »blóðugur tívurr« í Völuspá,