Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 14

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 14
92 Einar H. Kvaran: IDUNN sem auðvitað lítur til þess að hann var veginn. Tíðkast jafn-hlægilegur bókstafsþrældómur í umræðum fræði- manna um fornaldarvísindi? Eða notar prófessorinn þess konar rökfærslur eingöngu í deilugreinum gegn mér? Spyr sá, er ekki veit. Óboðlegt er þetta, hvar sem því er beitt við hugsandi verur. Þó kemst skörin fyrst upp í bekkinn, þegar S. N. fer að draga Krist inn í þessar umræður. Af því að eg afneita þessum blóðuga vígaferlaguði hans, telur hann mig gleyma Kristi, og hafi þó dreyri hans verið huggunarlind kristinna manna um langan aldur. Eins og Kristi svipi á nokkurn hátt til þessa blóðuga og víg- móða guðs S. N.! Eg er ekki óhræddur um, að þeir sem lesa þetta, en hafa annaðhvort ekki lesið »Heil- indi«, eða þá lesið þau athugunarlítið, muni halda, að nú færi eg eitthvað afvega fyrir honum. Eg veit, að þeim mönnum þykir þetta ótrúlegt. En — lesið »Heilindi«! Út úr þessu Ása- og Krists-tali kemst S. N. að því að lýsa aðdáun sinni á Ásatrúnni. Eitt það skringi- legasta í skrifum hans gegn mér er það, að hann, sem byrjaði að ráðast á mig fyrir það, hve eg sé hættulega ókristinn, virðist nú vera orðinn Persatrúar, að því leyti sem hann er ekki Ásatrúar, en fráhverfur hugmyndum kristninnar í þeim efnum, sem hann hefir minst á. Um það er ekki að fást — ef það er »heilindi«. Hitt gæti verið ásfæða til að athuga nokkuru nákvæmar, hvort sú staðhæfing hans er rétt, að mikið sitji eftir af Ásatrúnni »í eðlisgrunni Islendinga«. Eg get ekki gert það nú. En hins get eg látið getið til bráðabirgða, að eg hefi sterkan grun um, að S. N. misskilji íslendingseðlið all- tilfinnanlega. Og í tilefni af bendingum S. N. til mín og annara íslenzkra rithöfunda skal eg taka það fram, að af mér

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.