Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 15
IÐUNN öfl og ábyrgö. 93 er það að segja, að eg tek ekki á móti neinum for- skriftum frá fornaldarsálum nútímans um það, hvernig íslendingar séu nú. Eg hygg, að þær hafi ekkert meira vit á því en eg. Eg geri ekki lítið úr »rannsóknum fræðimanna«, sem S. N. er að tala um, öllum hugsan- legum uppgreftri úr fornaldarritum og öðrum gömlum heimildum. En eg held, að alt slíkt verði valtur grund- völlur fyrir íslenzk nútíðarskáld, sem vilja lýsa íslenzk- um nútíðarmönnum. Það kann að mega blekkja útlendinga með samsetn- ingi um það, hve mikið sé enn af Ásatrúnni »í eðlis- grunni Islendinga«. Eg met það að engu, þó að það takist. Eg vil ekki kaupa neina útlenda athygli fyrir að fara með það, sem eg hygg rangt mál. Það hefir atvik- ast svo, að bækur mínar hafa verið þýddar meira og lesnar meira erlendis en rit annara samtíðarmanna minna hér á landi. En hvað sem S. N. hugsar eða segir uin það, þá hefi eg aldrei ritað nokkura línu með hlið- sjón á því, að slíkt kæmi fyrir, enda aldrei gert nokk- ura ráðstöfun til þess að fá ritum mínum komið á er- lendar tungur, aðra en þá að leyfa þýðingar, þeim sem eftir því hafa sózt. Eg hefi ritað samkvæmt lífsskoðun minni og mínum skilningi á íslenzkum mönnum. Eg hefi reynt að láta hvorttveggja koma fram í bókum mínum, svo vandvirknislega sem eg hefi getað. Þegar eg lít aftur, hniginn að aldri, er eg fulltrúa um það, að aðra leið hefði eg ekki átt að fara og ekki getað farið. Annað markmið hefi eg ekki haft. Þeim »jarðneska framac, sem S. N. hendir gaman að, að eg hafi þráð svo mjög, en ekki hlotið, hefi eg aldrei eftir sózt.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.