Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Qupperneq 22
100
Einar H, Kvaran:
IÐUNN
Um þessi efni — hvernig öfl, sem mannkyninu virt-
ust í fyrstu ill, en reyndust það alls ekki, heldur að
eins örðug og þroskandi viðfangsefni fyrir mannsandann,
og hvernig takmarkanirnar hafa þorrið — mætti auð-
vitað fylla margar bækur. Það er framfarasaga mann-
kynsins, sagan um sigur mannsandans yfir efninu.
Eg ætla að eins að benda á eitt dæmið enn, sem
í mínum augum er merkilegast af öllum. Annar heimur
er að opnast fyrir oss raunverulega. Það hefir ekki
fengið viðurkenning alls fjöldans. En það skiftir engu
máli um sannleiksgildi þessa nýja landnáms mannsand-
ans. Þeir, sem mest vita um þetta mál, og eru ekki
annaðhvort haldnir af hleypidómum liðinna tíma eða af
ótta við missi einhverra jarðneskra gæða, þeir eru hér
allir sammála. Eg get ekki gert grein fyrir því máli
hér. En eg bendi á það, að hin nýja vitneskja varpar
Ijósi yfir það hvorttveggja, hvers eðlis öfl tilverunnar
eru, og hverju takmarki mönnunum er ætlað að ná.
Umhugsunin um þær staðreyndir tilverunnar, sem eg
hefi nú bent á, og aðrar af sama tæi, hafa eflt sann-
færing mína um mikilsverð atriði, sem okkur S. N.
greinir sérstaklega á um.
Ofl tilverunnar fyrir utan oss eru ekki ill í sjálfu sér,
ekkert þeirra. Skynsemi gæddu verunum er ætlað að
læra að ráða við þessi öfl, beina þeim í rétta átt, nota
þau til þess að koma fram þeim vilja, sem bak við til-
veruna stendur, að því leyti, sem þeim auðnast að skilja
þann vilja. Sá Iærdómur er afar mikilsverður þáttur í
þeim þroska, sem mönnunum er ætlað að ná. Og að
hinu leytinu geta þessi öfl snúist gegn oss, ef vér leggj-
umst undir höfuð að læra að ná tökum á þeim.
Eftir því sem þroskinn vex, komumst vér smátt og
smátt að raun um það, að margar takmarkanirnar detta