Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 35
SÐUNN
Ofl og ábyrgð.
113
Eftirgrenslan hefir sannað þetta, og það er kunnugt
öllum þeim, sem mikið hafa kynst mönnunum. Margir
þreyttu mennirnir þrá umfram alt hvíld. Nautnamenn-
irnir, sem eru orðnir Ieiðir á því, sem þeir hafa látið lífið
bjóða sér, og fyrirverða sig fyrir það, hve alt hefir orðið
fánýtt í höndunum á þeim, vilja helzt sökkva í gleymsk-
unnar djúp. Mennirnir, sem haga sér líkast samvizku-
lausum rándýrum, telja öllu óhætt, af því að ekkert taki
að lokum við annað en auðn tilveruleysisins. Og óveru-
legt þokuhjal um annan heim, þeirra sem trúarbrögðin
hafa boðað, hefir valdið því, að fjöldi manna hefir alls
engar hugmyndir getað gert sér um það, er við taki
eftir þetta líf, hefir hætt að hirða um það og hefir
enga þrá eftir framhaldi lífsins.
Ef vér hugsum oss að »glæða siðferðisalvöru og
ábyrgðartilfinningu manna« með hugmyndum um afleið-
ingar annars heims af breytni vorri hér, þá verðum vér
að fara þveröfuga leið við þá, sem S. N. bendir á. Vér
megum þá ekki telja mönnum trú um, að þeir sleppi
við þessar afleiðingar með því að »hverfa aftur ofan í
óskapnaðinn*. Vér verðum þá að innræta þeim það,
sem óneitanlega virðist vera sannleikurinn, að það er
með öllu ókleift að komast undan þessum afleiðingum
með neinni tortíming eða gleymsku, og að það er eitt
af hinum ægilegu lögmálum tilverunnar, að lífið haldi
áfram, hvernig sem með það hefir verið farið.
Áður en eg skilst við þetta mál, get eg ekki bundist
J>ess að benda á, hvernig ábyrgðin verður ásýndum eftir
hugmyndum S. N. Eg hefi fyrir framan mig bók hans
»Fornar ástir* og hefi verið að lesa »Hel«, ljóð hans í
sundurlausu máli. Álfur, söguhetjan, hefir, svo að talað
sé á óskáldlegu máli, aldrei gert ærlegt handarvik.
Hann hefir »skrópað úr skóla lífsins«. Hann hefir verið
Iöunn. 3