Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 49

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 49
IDUNN Knut Hamsun. 127 karls og konu er höfuðþáttur þess lífs, er hann lýsir. Hún tendrast í öndverðu eins og neistinn milli tveggja skauta. Hátíð lífsins — fylling og stilling kraftanna. En þegar maðurinn hefir fundið sjálfan sig í öðru hjarta, er hann ekki lengur heill maður. Baráttan fyrir ástinni verður barátta fyrir lífinu sjálfu, óvæg og þrotlaus alt til dauðans. Alt sem ágreiningi veldur verður því sárara sem tilfinningin er dýpri. Skapraun mætir önnur enn meiri. Saga ástarinnar hjá Hamsun er ástasaga Guð- rúnar Ósvífursdóttur —: þeim var eg verst er eg unnii mest! Slík er saga Viktoríu og ]óhannesar, og Glahns og Edvördu í Pan. Astin kemur yfir sálir þeirra eins og sumarið í skóginn. Kemur bara! Og þau blómstra eins og skógurinn, stutt sumar en inndælt. Svo hefst ósátt af litlu efni. Sátt og ósátt skiftast á, og loks er tóm ósátt og engin sátt: særð viðkvæmni, lækkað stolt. Baráttunni er haldið áfram til þess að vinna, sigra — en ósigurinn er næstum handvís —: þau fá ekki notist af því að þau unnast langt of heitt til þess! Þetta er hin kynlega mótsögn — paradox — ástarinnar, sem tæpast hefir verið lýst betur af nokkrum höfundi öðr- um en Hamsun. í Pan endar sagan á dauða Glahns, sem kýs að láta lífið heldur en að hefja að nýju hina sáru baráttu. Sögu Falkenbergs á Efrabæ og Willats Holmsen og Aðalhéiðar í Börn av Tiden má raunar skoða sem framhald af sögu Glahns og Edvördu, og þar er vafalaust að finna fullkomnustu og eftirtektarverð- ustu kvenlýsingar Hamsuns. En jafnan mun Pan verða talinn höfuðrit Hamsuns um ástir. Þar kemur fram í fyrsta sinn hin fræga þrend —: Edvarda — Glahn — Eva, sem seinna verð- ur Dagný — Nagel — Gude, og Viktoría —• Jóhannes — Camilla, svo nefnd sé nokkur nöfn. Engum þarf

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.