Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Síða 51
IDUNN
Knut Hamsun.
129
Markens Gröde. í sögum þeim, sem nú voru nefndar,
kemur skáldið lengra inn á svið almennra félagsmála
en í hinum fyrri bókum sínum, þó nokkuð sé það á
annan veg en menn eiga helst að venjast, þegar um
slík efni er að ræða. A þetta ekki síst við um Mark-
ens Gröde. Hér er söguhetjan fjarri því að vera há-
fleygur gerbótamaður, sem vill óðfús leggja heill sína
og annara við ágæti einhverrar kennisetningar um þjóð-
skipulag, sem hann hefir sjálfur fundið upp, eða þá
lánað frá öðrum eftir bestu samvisku. Obreyttur vinnu-
þjarkur tekur sig einn góðan veðurdag upp úr eyrar-
vinnunni, sem honum er einhvern veginn ekki að skapi,
og gengur órudda og erfiða leið upp í Almenninga,
gerir sér þar kofa í óbyggðinni, sest að og tekur að
brjóta landið til ræktunar. Landnámshugurinn knýr hann
áfram og ræður fyrir honum: innri hvöt. Ekki nein blik-
andi hugsjón um »afturhvarf til náttúrunnar og einfald-
ara lífs«. O nei. Fleiri menn fara að dæmi hans er þeir
sjá, að honum farnast vel. Heilt byggðarlag vex upp í
kringum hann, þar sem áður var órudd mörk. Og lífið
í mörkinni gerir nýjar kröfur til þessara manna, knýr
fram í þeim nýjar dyggðir, eða vekur a. m. k. upp að
nýju mannkosti, sem dvínað höfðu og fyrnst í kaup-
mensku, daglaunastriti og leiguþjónkun á Eyrinni, þar
sem hver og einn reynir að draga lífið fram í annars
skjóli án ábyrgðar og sem hægast, eða með fjárkúgun
og okurvaldi ella. Atorka, þollyndi og trúmenska, einfalt
líf og gróandi — það er ávöxtur merkurinnar. —
Knut Hamsun hefir verið nefndur rómantiskt skáld,
og má það að vísu til sanns vegar færa. En rómantik
er afar víðtækt og ónákvæmt heiti og leiðir meir til
misskilnings en leiðbeiningar þegar ræða er um rit slíks
höfundar. Einstök dæmi úr bókum hans sanna lítið í
Iöunn. 9