Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 57
IÐUNN Heimsendir. 135 hluta þessa tíma eða 10 biljón ár. Hvíldartími sólar væri þá 100 sinnum lengri en starfstími. Alt eru þetta óvissar tölur. Það eitt má þó af þeim ráða að þeir sem íhuga þessi efni, með hliðsjón af lög- málum náttúrunnar, þeir búast eigi við því, að heims- endir sje nálægur. Líklega geta þó heimsslit altaf að borið, en líkur verða næstum því ótal mót einum eigi að tiltaka ár og dag. Nýjar stjörnur. Öðru hvoru birtast á himninum nýjar stjörnur. Vekja þær mikla athygli. Nýja stjarnan í Persevsmerki uppgötvaðist 22. febr. 1901. Hafði hún þá náð 3. stærð. Tuttugu og átta stundum áður hafði Persevsmerki verið Ijósmyndað niður að 12. stærðarflokki, og sást hún eigi á þeirri mynd. Ljósmagn hennar jókst ákaflega ört. Tuttugasta og þriðja febr. var hún orðin björtust af öllum stjörnum norðurhimins. Síðan tók hún að dofna. Seint í mars var hún af 5. stærð. Þvínæst gerðist hún breytileg. Stóð það í 4 mánaði. Að því búnu dofnaði hún stöðugt. Nú er hún stjarna af 12. stærð. Ljósmagn stjörnu þessarar hefir að minsta kosti 6000 faldast á rúmum þrem sólarhringum. Ógurleg bylting hefir gengið þar um garð. Litsjárkönnun sýndi einnig að svo var. Undra miklir gasmekkir þeyttust frá stjörnunni. Breiddust þeir um rúmið með 700 km. hraða á sekúndu. Vmsum getum hafa menn leitt að þessu og þvílíku. Vogel, Arrhenius o. fl. ætla að tveir himinhnettir hafi runnist á. Mundu þá iður hnattanna opnast og ferleg- ustu sprengiefni losna úr læðing. Áreksturinn mundi sundra hnattakerfinu. Alt mundi breytast í óskapnað. Hraði hnatta við þvílíkan árekstur reiknast þeim 700

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.