Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 58
136 Ásgeir Magnússon: IÐUNN km. á sek., síðustu augnablikin. Vrði því höggið þungt. Kæmi það sniðhalt á hnettina, myndaðist af því geisi hraður möndulsnúningur. Ætti hann að haldast við leifar hnattanna. Efnin mundu, að þeir hyggja, þeytast út um rúmið og mynda stjarnþoku. Leifarnar hjeldu sig um miðbik þokunnar og mynduðu ofsa heita sól. Liðu þvínæst óra tímar, uns náttúruöflin hefðu sameinað alt og bygt á rústunum nýjan heim. Rannsókn nýrra stjarna staðfestir þetta eigi sem skyldi. Enda eru árekstrar hnatta svo ólíklegir, að mannkynið ætti naumast að lifa marga slíka atburði. Skýring Seeligers þykir sanni nær. Orsakir nýrra stjarna telur hann þær: að dauðar eða lifandi sólir ber- ist inn í myrkurþokur í rúminu. Mundi þá dimmur hnöttur breytast í sól af viðnámi þokunnar. Sje þokan misþjett þá veitir hún misjafnt viðnám, og fengi þá sólin breytilegt Ijósmagn. Vegna mikillar víðáttu getur stjarnþoka orðið á vegi sólkerfis, en hnöttur miklu síður. Afdrif þess yrðu svipuð og áður er lýst: Skyndilega væri bundinn endi á alt. Þar væri kominn efsti dagur. Heimur sá væri liðinn undir lok. Sköpunarsögur. Þjóðir á lágu menningarstigi eiga sjer barnslegar sköpunarsögur, en þroskaðar þjóðir leita sem mest má eðlilegra orsaka. Allar þjóðir hafa þreytt anda sinn á ráðgátu þessari. Gangleri mælti forðum: »Hvat var upphaf eða hversu hófsk eða hvat var áðr?« Flestöllum hnöttum sólkerfis vors er sameiginlegt: að renna næstum í sama fleti, að renna til sömu áttar, að snúast um möndul á sama veg.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.