Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 59
IÐUNN Heimsendir. 137 Naumast getur hugsast að alt sje þetta tilviljun ein. Tvær sköpunarkenningar þykja nú taka öðrum franu Önnur nefnist þokukenning. Hún er kend við Kant og Laplace. Hin er kölluð vígahnattakenning. Hún er kend við Sir Norman Lockeyer. Þokukenningin. Hún er á þessa leið: Sólkerfið var í upphafi þoka nokkur, sem hafði skilist við annað- efni í geimnum og hlotið af því möndulsnúning. Efnin leituðu inn að miðjum þokumekkinum sökum áhrifa að- dráttaraflsins, og fjekk nú þokan smátt og smátt hnatt- lögun. Náði hnöttur sá út fyrir endimörk sólkerfis vors. Efnisagnirnar hitnuðu sökum falls og núnings og þokan breyttist í glóandi sól. Hnötturinn tók nú að fletjast á endunum sökum snúnings hnattarins, og leit- uðu efnin upp til miðbaugsins. Eigi gátu þau haldisf þar við, sökum vaxandi snúningshraða hnattarins, er af samdrættinum leiddi og þyrluðust nú efnisbelti hvert af öðru burtu frá hnettinum og snjerust í geimnum á sama veg. Því næst drógust loparnir saman og urðu að sjálf- stæðum jarðstjörnum, en sólin er leifar móðurhnattarins. — ]arðstjörnar mynduðu svo tunglin á svipaðan hátt. Tvent er það einkum sem skortir á að þetta sje tekið gott og gilt. Hið fyrsta að engum tekst að sanna að efnisbeltin sameinist í hnetti, og annað að tungl utantil í sólkerfinu hafa sum öfuga göngu. Vígahnattakenníngin. Sir Norman Lockeyer, Chamberlain o. fl., hafa hrundið henni af stokkum. Virðist hún skíra sumt þetta betur, en sumt miður, eins og t. d. hringa Satúrnusar. Sólkerfið hefir samkvæmt henni verið í upphafi afar- wikið vígahnattasafn í rúminu. Vígahnettir þessir eru að vísu kaldir og dimmir, en sífeldir árekstrar breyta þeim við og við í glóandi gas. Gasið þjettist þó skjótt og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.