Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 70
148 Tryggvi Sveinbjörnsson: ÍÐUNN Hin sístarfandi skrifstofa. Skrifstofan ber þetta nafn af því hún starfar alt árið að því að undirbúa málin undir umræður í ráðinu eða ársþinginu og af- greiða þau að umræðunum loknum. Það eru yfir 400 manns á skrifstofunni. Það má því nærri geta, að kostn- aður við Alþjóðabandalagið er gífurlegur. Danmörk greiðir t. d. 296,000 svissneska gullfranka þetta ár. Fasti dómstóllinn. í honum eiga sæti 11 dómarar og 4 varadómarar. Þeir eru kosnir til 9 ára í senn af ársþinginu og ráðinu í sameiningu. Hvert ríki má ekki hafa meira en 1 dómara í stólnum. Hvaða ríki sem er, getur skotið málum til dómstólsins, jafnvel menn og ríki utan bandalagsins. Þegar svo er ástatt, verða hlutað- eigendur að gefa yfirlýsingu um, að hlýðnast þeim út- skurði, sem dómstóllinn fellir í málinu, og greiða máls- kostnað. Þessi dómstóll bandalagsins stendur ekki í sam- bandi við gamla Haagdómstólinn, enda þótt hann hafi aðsetur sitt á sama stað. Verklegar (tekniskar) aðstoðardeildir. Þessar deildir eru sístarfandi og eru háðar eftirliti ráðsins og ársþingsins. Tilgangur þeirra er sá, að undirbúa og koma með tillögur um breytingar og framfarir í alþjóða- löggjöf um ýms alþjóðamál. Deildir þessar hafa unnið geysimikið og þarft starf á ýmsum sviðum, bæði að því er verklegar og andlegar framfarir snertir, enda hef- ir ársþingið samþykt og fjöldi ríkja hefir fullgilt margar af tillögum nefndanna, og notfært sjer ráðleggingar þeirra. Mentamáladeild, var stofnuð í ágúst 1922 sam- kvæmt ályktun 2. ársþings. Tilgangur deildarinnar er að stuðla að því, að listir og vísindi breiðist frá einu landi til annars og efla samtök milli vísindamanna, rithöfunda og listamanna í ýmsum löndum. Formaður deildarinnar er hinn viðfrægi heimspekingur Henrí Bergson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.