Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 72
150 Tryggvi Sveinbjörnsson: IDUNN inn. Eftir alllangar bollaleggingar var verkamálaskrif- stofan stofnuð. Markmið hennar er t. d. að bæta kjör verkafólks og koma á sem líkustum kjörum fyrir það um allan heim.. Þing ýmsra þjóða hafa tekið sjer tillög- ur og ráðleggingar verkamálaskrifstofunnar til fyrir- myndar við tilbúning nýrra laga um verkamál. Unnið starf. Líknarstarfsemin. Árið 1890 tók ráðið þá ákvörðun að leysa herfanga, er sátu í fang- elsum í Síberíu, og flytja þá til heimkynna sinna. Frið- þjófi Nansen var falið þetta starf. Nærfelt V2 miljón manna var bjargað úr þungri ánauð, því á flestum stöð- unum lifðu fangarnir við sult og seyru, þjáðir hvers- konar sjúkdómum. Ennfremur var F. Nansen falið að útvega verustað 1 V2 miljón rússneskra og armeniskra flóttamanna í Evrópu. Þetta var kostnaðarsamt og erfitt starf, enda ekki leyst að fullu enn þá. Meðan á styrj- öldinni stóð, milli Grikkja og Tyrkja, flúðu 750,000 manns, mestmegnis konur, börn og gamalmenni, úr Litlu-Asíu. F. Nansen var ennfremur beðinn að veita þessum vesalingum liðsinni. Það ráð var upp tekið, að flytja Grikki til Grikklands, Tyrki til Tyrklands, en hola Armeniumönnum niður hér og þar. Sala kvenna og barna. Það mun margur undrast að mansal skuli viðgangast á vorum dögum, en samt er það svo og til lítillar virðingar menningu vorra tíma. Ekki einungis fullvaxta konur eru seldar, heldur og börn, sem alin eru upp til þess að verða verslunarvara síðar meir. Málið er næsta yfirgripsmikið og erfitt við- fangs. Því sökudólgar svífast einskis. Bandalagið hefir gert og gerir sitt ítrasta til að sporna við þessari sví- virðu, og allmikið hefir unnist þegar. Ennfremur berst bandalagið mjög á móti framleiðslu og verslun með ósið- lagar myndir og rit, er fara launsölu um heim allan.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.