Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 73
IÐUNN Alþjóðabandalagið. 151 Ópíum. Meðal alþjóðamála á starfskrá Alþjóðabanda- lagsins er eftirlit með verslun og framleiðslu á ópíum (svo og morfin og kokain) eitt hið merkasta. Banda- lagið hefir látið rannsaka framleiðslu á ópíum og eins hitt, hve mikið hvert land þurfi af þessu eitri í þeim tilgangi, að ekki verði framleitt meira en við þurfi til lækninga og vísindalegrar starfsemi. Rannsóknarstarf- semi þessi var komin svo langt á leið, að Alþjóða- bandalagið gat boðað til fundar um þetta. Því miður varð lítill árangur af fundinum, enda er málið þannig vaxið, að ókleyft virðist að hafa nákvæmt eftirlit með framleiðslunni og sporna við launsölu. Víða í Asíu er leyft að reykja ópíum, en hitt veldur meiri vandræðum, að ómögulegt virðist að koma í veg fyrir nú sem stend- ur, að ópíum sé smyglað út úr Kína. Enn er eitt atriði sem seinka mun málinu, sem sje hagnaður sá, er sum ríki hafa af opíumframleiðslunni. Alþjóðabandalagið mun þó ekki leggja árar í bát á þessu sviði. Umsjónarstarfsemi. Saarhjeraðið (íbúatala 750,000) er undir yfirstjórn Alþjóðabandalagsins. Samkvæmt Ver- salafriðinum fengu Frakkar notarjett um 15 ára skeið yfir kolanámunum í hjeraðinu sem einskonar uppbót fyrir kolanámur þær, sem Þjóðverjar eyðilögðu í Norð- ur-Frakklandi. Að þessum 15 árum liðnum er Þjóðverj- um heimilt að kaupa námurnar og um leið skal fara fram þjóðaratkvæði um það, hvort íbúarnir kjósi að sameinast Frökkum eða Þjóðverjum, eða halda því fyrir- komulagi áfram, sem nú |er. Hjeraðinu stjórna 5 menn, einn er Frakki (til þessa formaður nefndarinnar), annar hjeraðsbúi, en hinir þrír frá öðrum ríkjum. Þjóðverjum er þungt í brjósti út af fyrirkomulaginu öllu. — Frakkar halda þar herlið, og á sínum tíma mun þjóðaratkvæða- greiðslan glæða gamalt hatur milli Frakka og Þjóðverja.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.