Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 74
152 Tryggvi Sveinbjörnsson: IÐUNN Fríríkið Danzig. Wilson ætlaðisl til að stofnað yrði sjálfstætt pólskt ríki, og því yrði veittur aðgangur að hafinu. Samkvæmt Versalafriðnum, var fríríkinu Danzig komið á fót og bandalaginu veitt yfirráðin yfir því. Pól- verjar fengu ýms mikilvæg réttindi í borginni Danzig. Vmsar viðsjár hafa þegar orðið milli Póllands og frí- ríkisins, og líklegt er að svo verði enn um sinn, og bandalagið á fullt í fangi með að gera svo báðum líki. Þjóðverjum var stofnun fríríkisins til hins mesta baga, því með því var Austurprússland klofið sundur í miðju. Verndun þjóðabrota. Friðarsamningarnir breyttu, og það ekki alllítið, landamærum í og utan Evrópu, ný ríki voru dubbuð upp, t. d. Czeckoslovakia, önnur eldri klofin, t. d. Austurríki, og enn voru sum aukin að mun, t. d. Grikkland. Þjóðabrotin, sem þannig komust undir framandi yfirráð, þurftu verndar við. Friðarsamningarnir kröfðust skriflegra samninga af þeim, er yfirráðin fengu yfir þjóðabrotunum um að láta þeim í tje ýms rjettindi, t. d. láta þau halda fungu sinni, trúarbrögðum, o. s. frv. Til eru 10 þesskonar samningar um rjettindi þjóðabrota, og Alþjóðabandalagið hefir vakandi auga á því, að ekki sjeu rofin rjettindi þeirra. Nærri má geta, hve miklum erfiðleikum þetta er bundið, enda berast bandalaginu býsn af umkvörtunum hvaðanæfa frá, en til þessa tíma hefir þó tekist að bæta úr því, sem ábótavant þótti. Umboðsvaldið yfir nýlendum þeim og löndum, sem tekin voru af Þjóðverjum og Tyrkjum er að vísu ekki falið bandalaginu, heldur stórveldunum, en það á að gæta þess að umboðsvaldið sje framkvæmt samkvæmt sátt- málanum. Frakkar fengu umboðsvald yfir Sýrlandi, en Bretum var falið umboð yfir Palestínu með Transjor- daniu, svo og yfir Irak (Mesopotamíu). Það er tilætlunin, að öll þau svæði, sem háð eru umboðsvaldi samkvæmt

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.