Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 77
IÐUNN Alþjóðabandalagiö. 155 J)ví, sje beinlínis við málið riðinn, og eins geta þeir, er ósáttir verða um eitthvað, falið ráðinu að leita sætta. Alandseyjadeilan var meðal fyrstu mála, sem jafnað var fyrir milligöngu ráðsins. Báðir aðilar, Finnar og Svíar, þóttust hafa rjett til eyjanna. Finnar vegna yfir- táða, sem þeir hafa haft um langan aldur, Svíar vegna hins, að 96°/o af eyjaskeggjum óskuðu sambands við Svíþjóð. Ráðið ákvað, eftir að nefnd hafði rannsakað málið, að eyjarnar skyldu halda áfram sambandi sfnu við Finna, en hafa þó sjálfræði um flesta hluti og fá tryggingu fyrir því, að Finnar ekki gerðu tilraunir til að undiroka eyjaskeggja. Ennfremur skyldu eyjarnar vera hlutlausar í ófriði. Svíar undu þessu illa, en sættu sig þó við úrskurðinn. Mikilli úlfúð mundi það hafa valdið, hefðu úrslitin orðið þau, að Finnurn hefði fundist rjetti sínum misboðið. Efri-Sljesiu skift. Versalafriðurinn mælir svo fyrir um Efri-Sljesiu, að íbúarnir geti ákveðið með atkvæða- greiðslu, hvort þeir óski sambands við Pólland eða Þýskaland. Atkvæðagreiðslan fór fram í mars mánuði 1921. Atkvæðin skiftust nokkurn veginn jafnt. Það var því erfitt að ákveða hvað gera skyldi, en bæði löndin kröfðust Efri-Sljesiu óskiftrar. Eftir langar bollaleggingar var Efri-Sljesiu skift. Þýskaland fjekk frekan helming landsins, en Pólland hlaut flest námu- og iðnaðarhjer- uðin. Þjóðverjar þóttust hart leiknir. Morðið í Janína og grísk-ítalska deilan. Þrír ftalskir meðlimir nefndar þeirrar frá Alþjóðabandalaginu, sem ákveða áttu landamæri Albaníu, voru drepnir á grískri jörð. Enginn vissi, nje veit, hver hermdarverkið framdi. Mussolini reiddist, gerði kröfur á hendur Grikkj- nm hverri annari harðari, t. d. 50 miljóna lira skaða- hóta, og ennfremur, að Itölurn gæfist tækifæri til að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.