Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 79
IÐUNN
Alþjóöabandalagið.
157
kastanna kom, tóku Tyrkir orð sín aftur, og kváðu ráðið
vanta vald til þess að fella úrskurð í málinu. Haagdóm-
stóllinnl? ákvað, að ráðið hefði fulla heimild til að leiða
málið til lykta. Á desemberfundi ráðsins fyrra ár, var
úrskurðað, að Mosulhjeraðið skyldi sameinast Irak, en
gert var þó að skilyrði, að Bretar hjeldu áfram um-
boðsvaldi sínu yfir Irak um 25 ára skeið. Það er senni-
legt, að Tyrkir og Bretar hefðu farið í stríð út af mál-
inu, ef Alþjóðabandalagsins hefði ekki notið við.
„Litli Balkanófriðurinn". Á síðastliðnu ári lenti
grískum og búlgverskum landamæravörðum saman út af
engu. Grískur hermaður var skotinn af tilviljun einni.
Grikkir ruddust þegar inn yfir landamæri Búlgaríu og
fóru báli og brandi um landið. Búlgarar veittu lítið við-
nám, en leituðu þegar tíl bandalagsins. Ráðið skipaði
báðum að hætta að berjast. Aðilar hlýðnuðust — þorðu
ekki annað. Grikkir voru dæmdir til að greiða álitlegar
skaðabætur. Alþjóðabandalagið afstýrði beinlínis styrjöld
í það sinn.
Afvopnunarmálið. í sáttmála Alþjóðabandalagsins
stendur, að meðlimirnir skuli takmarka vígbúnað sinn,
koma honum á það lágmark, er standi í samræmi við
öryggi landsins og skyldu þess um sameiginleg samtök
gegn friðrofa. Ráðinu var falið að semja tillögu um af-
vopnun. Nefnd var skipuð til að annast málið, en henni
varð lítið ágengt. Menn kynokuðu sjer við að afvopna,
sjerstaklega þau ríki, er mest áttu á hættu með að ráð-
ist yrði á þau, t. d. Frakkland, nema bandalagið byði
þeim einhverja tryggingu. Nefndin komst að þeirri nið-
urstöðu, að sú einasta trygging, er hægt væri að bjóða
meðlimunum, væri gagnkvæmur öryggissamningur milli
þeirra (hugmynd Robert Cecils). Frumvarp, er nefndin
lagði fram um þetta, mætti afskaplegri mótspyrnu, t. d.