Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Side 82
160 Tr. Sveinbiörnss: Alþjóðabandalagið. ÍÐUNN stofnun, líklega merkilegasta stofnunin í sögunni, sje lýtá- laus eftir svo skamman tíma. Bregðist vonir manna, verði mistilteini haturs og skammsýnnar sjálfselsku skotið á Alþjóðabandalagið og það hljóti bana, mun skamt að bíða Ragnarökkurs menningar Vesturheims. Nái það þeim þroska, sem stefnt er að, þá á brotabrot úr drauminum um þúsundáraríkið eftir að rætast. Tryggvi Sveinbjörnsson. Aths. ritstj. Grein þessi var pöntuð löngu áður en útgefenda- skifti urðu og ætlað rúm í þessu hefti. Fífillinn. Hann vissi það ekki sjálfur, fífillinn litli, sem var að springa út, sunnan undir vallargarðinum á Felli, að hann var fyrsti fífillinn, sem sprakk út það vorið þar í sveit. — Þið gætið þess, að eg geri ráð fyrir að hann hafi getað hugsað, eins og annað líf, sem sál hefir. Því eg trúi því ekki að neitt sé sálarlaust í heimi þessum, sem þráir ljós og yl. Og ekkert þráir það frekar en blómin. — Fyrst kom brekka, dálítil ávöl grasbrekka og svo gró- inn túngarðurinn. En það var sunnan undir þessum tún- garði sem hann var að fæðast, litli fífillinn, sem átti að verða fyrstur til að fæðast það vorið, og — fyrstur til að deyja.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.