Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 83
IÐUNN Þórir Bergsson: Fífillinn. 161 Sólin skein glatt, t>g hafði skinið glatt í heila viku, næturfrost voru ekki. Þetta vilti alt fyrir gróðri jarðar- innar. En það var auðvitað mál, að sá gróður, sem hlýjan og ljósið var að vekja, mundi ekki langlífur. Allir vissu að kuldakast hlaut að koma, því vorið var svo skamt á veg komið. í>að var eiginlega ekki komið lengra en til Skotlands. Það var því svo með þennan fífil, eins og margt ann- að líf, af ýmsu tagi, sem í heiminn kemur, að hann varð til af einhverjum óskiljanlegum dutlungum náttúrunnar. En heima í bænum var Kristín litla, dóttir hjónanna, að deyja. Það varð ekki við það ráðið. Þótt móður hennar og föður, hjónunum á Felli, þætti það undarlegt, óhugsandi, að hún Stína litla, þessi fallega og greinda tíu ára telpa, fengi ekki að lifa hjá þeim, þá dugði það ekkert. Þótt þau ættu ekki annað barn, og þótt Sigurður á Felli, sem var auðugur maður og ríkur, hefði viljað gefa allar eigur sínar og vald til þess að fá í staðinn líf dóttur sinnar, þá dugði það ekki. Og þótt Guðrún á Felii, móðir hennar, hefði viljað gefa sitt eigið líf fyrir líf litlu stúlkunnar, sem var yndið hennar, þá dugði það ekki. Lögmál lífsins er strangt. Enginn mannlegur kraftur gat breytt því, enginn auður né ást, engin hótun — engin hjálp. Og Sigurði á Felli fanst líka -7- engin bæn. Hann hafði nú, í fyrsta sinn á æfi sinni beðið, knúið á, hrópað — beðið um kraftaverk. Og hann var vonlaus um að það mundi ske. Hann var orðinn það. Auð- mýktin, — fyrst auðmýktin, svo vonin, loks reiðin, alt var það liðið hjá, alt hafði það kramið og skekið hans sterku sál. Nú var það liðið hjá, nú sat hann sljór og hugsunarlaus á stól við rúmið og horfði á litla höfuðið á koddanum, fölt andlitið, og hlustaði á tíðan og óreglu- legan andardráttinn. —

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.