Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 86

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1926, Page 86
Tilkynning. IÐUNN Lesendum Iðunnar verð eg nú að færa þá fregn, að eg hefi selt tímaritið, og læt því af ritstjórn þess og afgreiðslu. Veldur því eingöngu annríki, sem gerir það að verkum, að eg treysti mér ekki til þess að láta Ið- unni fá svo mikið af starfstíma mínum eins og þarf, til þess að rækja hana að maklegleikum. Þakka eg öll- um kaupendum og stuðningsmönnum Iðunnar fyrir ágæta samvinnu. Þeim hefir stöðugt fjölgað þessi rúm 2 ár, sem eg fór með tímaritið, og vil eg að lokum láta í Ijósi þá ósk mína, að þeir haldi sömu trygð við Iðunni áfram þó að hún færist nú yfir á nýjar hendur. Reykjavík í júní 1926. Magnús Jónsson. Eins og sjá má af ofanrituðu eru orðin útgefanda- skifti að Iðunni. Vonum við að allir gamlir vinir hennar og viðskiftamenn haldi trygð við hana eftir sem áður, og að henni megi auðnast að vinna marga nýja. Tímaritinu verður haldið í svipuðu horfi og verið hefir. Er því ætlað að vera til fróðleiks og skemtunar fyrir alþjóð. Gestrisni vill Iðunn sýna öllum, sem bera fyrir brjósti eitthvað það er máli skiftir, án tillits til skoðana. Mun og verða leitast við eftir föngum, að gefa lesendunum kost á að kynnast þeim straumum og stefn- um í samtíðinni, er heimta athygli hugsandi manna — hvort heldur er á sviði vísinda. bókmenta eða almennra velferðarmála. Flestir hinna góðkunnu stuðningsmanna Iðunnar hafa þegar heitið henni liðsinni framvegis. Fleiri munu og bætast í hópinn. Uonum við að okkur takist að gera hana svo úr garði, að kaupendur megi vel við una. — Oskum við svo velvildar og heillaríkrar samvinnu allra góðra manna. Ritct;

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.