Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 20

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 20
268 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritið. Fundarmenn sungu fyrst sálminn: „Vér komum hér saman á kirkjufund“, en Jónas Tómasson organleikari á ísafirði lék undir á harmónium. StjórnaSi hann söngnum fundardagana. Þá setti Gísli Sveinsson fundinn, bauð menn velkomna og þakkaði áhuga þeirra að sækja fundinn svo vel. Tvær nefndir voru því næst kosnar, kjörhréfanefnd og allsherjarnefnd, sem tók á móti tiilögum um önnur mál en auglýst dagskrármál. Fundarstjórn var þannig hagað, að tveir fundarstjórar voru livern dag, og voru þessir kosnir fundardagana: Gísli Sveinsson. Ásmundur Guðmundsson. Séra Árni Sigurðs- son. Ágúst Helgason. Séra Sigurgeir Sigurðsson. Ólafur B. Björnsson. Fundarskrifarar vóru hinir sömu allan fundinn: Séra Helgi Konráðsson, séra Jón Þorvarðsson og Steingrímur Benediktsson. . Fyrsta fundarmál samkvæmt dagskrá undir- öKipun búningsnefndar var skipun prestakalla. Mátti prestakalla- vej tc?lja það aðalmál fundarins, þvi að prest- ar og fulltrúar komu til þess fyrst og fremst að andmæla frum- varpi launamálanefndar um samsteypur prestakalla. Framsögu- menn voru þeir Gísli Sveinsson og séra Friðrik Rafnar, er flutti sitt erindi um kvöldið í Dómkirkjunni. SKIPUN PRESTAKALLA. ÚTDRÁTTUR ÚR FRAMSÖGUERINDI GÍSLA SVEINSSONAR. I. Þótt trúmál séu að visu einkamál manna, þannig að hver og einn eigi að vera í friði með sina trú, þá eru þau þó ekki siður i heild sinni alþjóðarmál, mikilsvarðandi fyrir mannfélagið all eins og einstaklinginn. Fyrir því er það hin mesta nauðsyn að gefa þeim fullan gaum og alls eigi láta reka á reiðanum með, hver afdrif þau fá ráðandi mönnum eða stjórnarvöldum þjóð- anna. Trúmálin eru þýðingarmestu mál hvers manns og eiga því að vera höfuðmál hvers þjóðfélags. Með þau á að fara sem hið allra dýrmætasta — sem fjöregg hverrar þjóðar. Menn tala stundum nú á timum um, að áhugi sé eigi til stað- ar hjá alþjóð fyrir þessum málum. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Áhuginn er einmitt mikill hvarvetna um lönd, og

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.