Kirkjuritið - 01.07.1935, Síða 23
Kirkjuritið.
Hinn almenni kirkjufundur.
271
um vilja til kess að vinna kirkju og kristindómi ótvírœtt gagn.
Ef það ekki skortir, verður altaf einhver góður árangur af því,
sem gert er. Ella enda allar tillögur í ófæru. — Milliþinganefnd-
in (eða meiri hluti hennar) virðist í þessu máli hafa haft fyrir
sér aðeins einn „mælikvarða", þann, er marka má á landkorti
og skorða við fólkstölu; en hér á landi er ekki hægt að komast
að réttlátri eða hagvænlegri niðurstöðu í prestakallamálinu með
það eitt fyrir augum, því að þörfin og virkileikinn heimta til-
lit til margs fleira. Og engin tiltök eru heldur á því, að miða
altar aðgerðir við iækkun útgjalda, þótt líta beri á þá hlið með
fullri alvöru, ekki sízt á vandræðatímum, eins og nú standa
yfir. Prestar þessa lands hafa ekki farið fram á launahækkun
með þvi, að gildi kirkjunnar yrði rýrt. Og því fer fjarri, að
lækkun náist með nefndartillögunum: Með þeim er ekki stofn-
að til minni kostnaðar en verið hefir og klerkastéttin þó ekki
betur sett í launakjörum, ef málið er krufið; aðeins sýnt ógagn
gert velferðarmáli þjóðarinnar allrar, sem er þroskun trúarlífs-
ins undir vernd ríkisvaldsins, meðan þjóðkirkja helzt.
Meginreglur fyrir tillögum og framkvæmdum í þessu máli
hljóta að verða þær, er hér greinir:
1. Prestar og prestaköll í Iandinu mega yfirleitt ekki vera
færri en nú eru.
2. Breytingar geta með eðlilegum hætti, og eftir því sem atvik
leyfa hverju sinni, orðið á ýmsum stöðum, svo sem samein-
ing kirkna og sókna, þegar almenningur, sem þar á við að
búa, er á það sáttur, og hins vegar einnig fjölgun presta á
öðrum stöðum, er þörf krefur.
3. Alt, sem aðhafst er í þessu, sé gerl í þeim aðaltilgangi, að
stuðla að sannri eflingu kristnilífsins með þjóðinni.
SKIPUN PRESTAKALLA.
ERINDI SÉRA FRIÐRIKS RAFNARS.
Háttvirtu áheyrendur.
Eins og landskunnugt er orðið fyrir löngu, skipaði Alþingi
undir þingslitin 1933 svokallaða milliþinganefnd í launamál-
um. Var ætlunarverk nefndarinnar, samkvæmt 1. lið þingsálykt-
unar, sem samþykt var á Alþingi 9. des., að gera tillögur um:
„Hvernig draga megi úr útgjöldum til embættis- og starfsmanna
ríkis og rikisstofnana, með hliðsjón af fjárhagsgetu almennings
' landinu. Sérstaklega skal taka til athugunar fækkun starfs-