Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 24
272
Hinn almenni kirkjufundur.
Kirkjuritið.
inanna ríkis og rikisstofnana“. Þingsályktunin er lengri en þetta,
en annað af efni hennar snertir ekki mál það, sem hér liggur
fyrir að ræða um. Hlutverk nefndarinnar, samkvæmt þessum
lið, er því aðallega tvent: Að rannsaka, hvernig draga megi úr
útgjöldum til embættis- og starfsmanna ríkis og ríkisstofnana, og
athuga um möguleika á fækkun starfsmanna.
Nú hefir nefndin skilað áliti, sem er mikið rit og að mörgu
leyti fróðlegt. Meðal annars hefir hún lagt fram frumvarp nýtt
um skipun prestakalla, og um leið nýtt fyrirkomulag prófasts-
dæma í landinu. Er þar farið inn á nýjar leiðir um skipun
þeirra mála frá því, sem nú er, og breytingar á þeirri skipun
þannig, að þær snerta allflesta söfnuði og sveitir landsins. Gerir
meiri hluti nefndarinnar þar að tillögu sinni, að prestaköllum
sé fækkað úr 105 eða öllu heldur 107, sem nú eru, niður í 59,
og prófastsdæmum úr 20 niður í 8. En skylt er að geta þess, að
2 nefndarmanna af 5 telja þó rétt, að klerkum landsins sé gefinn
kostur á að koma fram með álit sitt um málið, áður en Alþingi
afgreiði það að fullu. Það sem hér liggur þvi fyrir, og á fundi
þeim, sem nú situr hjer i Reykjavík, héraðsfundum og næst-
komandi prestastefnu, er að athuga frumvörp þau, sem nú
liggja fyrir um mál þessi. Eru vitanlega allmargar skoðanir
uppi og mismunandi. Vilja sumir ekkert af neinum breytingum
vita frá því sem nú er, og hafa tillögur nefndarinnar að engu,
en aðrir skoða þær sem mikið fagnaðarerindi, og eru þeir þó
færri. En það, sem hér verður að varast, er að rasa að nokkru,
eða hleypa pólitík og hita inn i mál þelta, sem varðar alþjóð,
og er vissulega eitt af mestu alvörumálum hennar. Að hinu
verða allir að vinna samtaka, að sú lausn takist, sem til mestra
þrifa má verða fyrir kirkjuna og komi þjóðinni að sem mestum
notum. Að því verða allir vinir kristni og kirkju að keppa.
Skipun landsins niður i prestaköll er svo að segja jafngömul
kristnitökunni. Prestaköll mynduðust þannig, að margir hefðar-
bændur reistu kirkjur á heimilum sínum, og réðu til sín presta
til þjónustu. Þó voru allvíða reistar kirkjur, án þess að prestur
væri ráðinn til staðarins, og sungu þá einliverjir nágranna-
prestar tíðir að þeim kirkjum. Þannig urðu prestaköll með
ákveðnum takmörkum til. Er talið af sumum, að prestakalla-
skipun hafi verið orðin nokkurnveginn ákveðin hér á landi á
annari öld eftir kristnitökuna. Prestakallaskipun þessi stóð þó
ekki á stöðugu og prestafjöldinn ekki altaf í réttu hlutfalli við
prestaköllin, og var það þó sérstaklega i katólskum sið. Skiftu
þá prestaköll jafnvel hundruðum í hverju biskupsdæmi. Siðan
um siðaskifti hefir öll viðleitni gengið í þá átt að fækka presta-