Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.07.1935, Blaðsíða 25
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 273 köllum. Áriö 1737 eru prestaköll hér á landi 198, en 1880 eru þau lögákveöin 141, en með lögum nr. 45, 16. nóv. 1907 er þeim enn fækkað niður i 105, en við hefir verið bætt síðan með sér- stökum lögum Hólsprestakalli í Bolungarvík og Mosfellspresta- kalli í Kjaiarnessprófastsdæmi, svo að nú eru lögleg prestaköll á landi hér að minsta kosti 107, og eitt þeirra tvímenningspresta- kall. Nú er enn stefnt að stórfeldri fækkun, þannig að landið ait sé 59 prestaköll og þjónandi prestar 61. Hvað er nú það, sem mælir með þessari fækkunarhugmynd? Er hér verið að koma á móti óskum þjóðarinnar? Er hag presta- stéttarinnar betur borgið með því að fækka þeim? Er séð betur fyrir þrifum og þróun kirkjunnar með því að fækka þjónum hennar? Eru aðstæður orðnar svo breyttar síðan 1907, að tíma- bært sé að ætla 61 sama starf og þá var ætlað 108, þó að þjóð- inni hafi fjölgað að minsta kosti um fjórðapart síðan? Þessar og fjölmargar aðrar spurningar hljóta að vakna hjá manni, þegar um þetla mál er að ræða. Við skulum því athuga spurn- ingarnar í þeirri röð, sein ég rakti þær fyrst. Þá er fyrst að athuga: Er með fækkunarfrumvarpi nefndar- innar verið að koma á móti óskum þjóðarinnar? Um það þarf ekki að ræða langt mál. Það eru aðeins 3 eða 4 ár síðan stjórn Prestafélagsins sendi fyrirspurnir til allra héraðs- og safnaðar- funda landsins um það, hvort þeir óskuðu breytinga á núver- andi skipun sókna og prestakalla, með tilliti til fækkunar. Um 90% af svörum fundanna voru neitandi. Þjóðin óskaði ekki eftir breytingum í fækkunarátt. Með þeim svörum almennings má skoða, að þjóðarviljinn sé greinilega gefinn. Þá er önnur spurningin: Er hag prestastéttarinnar betur borgið með því að fækka prestum og stækka verkahring þeirra? Þar er nú þegar komið að því atriði, sem formælendum fækk- unarinnar verður feitastur biti i munni. Það hefir löngum kveð- ið við, og það með réttu, að prestastéttin hafi búið við fátækt og lítil laun, og verið óverðuglega látin bera minna frá borði, heldur en aðrar launaðar starfsmannastéttir þjóðféiagsins. En um leið hefir kveðið við, að þetta væri svo fjölmenn stétt, að þjóðin hefði ekki ráð á að launa hana sómasamlega. Það væri þvi ekki annars úrkostur, ef bæta ætti hag hennar, en að fækka prestunum að miklum mun. Þetta kemur greinilega fram í áliti og greinargerð launamálanefndar, og verður þess vart i um- sögn hennar, að hún þykist með tillögum sínum gera prestun- um vel til hæfis, með þvi að hækka laun þeirra að verulegum mun, en krefjast hinsvegar af þeim meira starfs og gefa þeim viðari verkahring. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.