Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Síða 26

Kirkjuritið - 01.07.1935, Síða 26
274 Hinn almenni kirkjufundur. KirkjuritiÖ. Þó að tæplega sé viðeigandi að fara langt út í þá hlið máls- ins á þessum stað, þá verður ekki hjá því komist, vegna þess, hve mikilsvert atriði launamál prestastéttarinnar er i þessu máli. Eftir tillögum nefndarinnar virðist svo fyrst í stað, að um verulega kjarabót sé að ræða fyrir presta landsins. Meira að segja hefi ég orðið var við þann skilning lijá einstöku manni, að við prestarnir ætlum að láta múta okkur með bættum kjör- um, til þess að vera afskiftalausir um, að þrengt sé hag kirkj- unnar. Þessi misskilningur er nærri því eðlilegur, þyí það sýn- ist, svona á pappírnum, vera all-glæsilegt að vera hækkaður um helming í launum. En þetta er alt saman ekkert annað en blekking. Ég skal benda á nokkur dæmi. Prestur, sem búinn er að þjóna í 15 ár eða lengur, og gengur undir hin væntanlegu nýju launalög i prestakalli, sem komið er í það ástand, sem það á að verða, fær 319,00 kr. launahækkun, frá því sem uú er. Prestur, sem nú er í lægsta launaflokki, og ber því minst úr býtum, en situr í prestakalli, sem á fyrir sér að breytast og stækka, á samkvæmt frumvarpinu að fara strax upp í hámarks- iaun þau, sem nú eru, að viðbættum 25%. Ef hann situr við venjuleg prestakjör, og býr í prestsseturshúsi, og gengur að öðru undir hin nýju lög, græðir hann á því kr. 152,50. Því þess verður að gæta, að búast má við, að það taki ein 30 ár, að koma prestakallaskipun þessari i það horf, sem verða á. Liggja þar dæmin fyrir síðan 1907. Bægisárprestakall á t. d. að leggjast niður samkvæmt þeim, en er við líði ennþá, eftir 28 ár frá setningu láganna. Eins má gera ráð fyrir, að fjöldi þeirra presta, sem nú eru þjónandi, komist aldrei í sinni embættistíð undir þau hámarkslaun, sem hið nýja prestakallafrv. ákveður. En þó svo yrði, þá sýnir útreikningur, að kjarabótin er verri en engin, þegar tekið er tillit til prestakallastækkananna, og hins gifurlega aukna embættiskostnaðar, sem þeim fylgir. Ligg- ur þá í augum uppi, að hag prestanna er ekki borgið á neinn hátt með fækkuninni, og þeirri pappírshækkun á launum, sem frumvarpið flytur. Þá kem ég að þriðju spurningunni: Er betur séð fyrir þrif- um og þróun kirkjunnar með því að fækka þjónum hennar? Þessa spurningu væri ef til vill réttara að orða svo: Er eins vel séð fyrir gengi og gagnsemi kirkjunnar, þó að þjónum hennar sé fækkað um alt að helmingi? I greinargerð þeirri, sem fylgir nefndarálitinu um skipun prestakalla, verður ekki annað séð, en að það sé skoðað harla ákjósanlegt fyrir kirkjuna, að prestaköll séu stækkuð frá þvi sem nú er og söfnuðir gerðir fjölmennari, þ. e. kirkjusóknum fækkaÖ og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.