Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 29

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 29
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 277 sama starfið og þá var œtlað 108 prestum, auk þess að þjóðinni hefir fjölgað um röskan fjórðapart síðan? Hér verður strax að játa það, að aðstæður margar eru stór- kostlega breyttar síðan Jögin frá 1907 voru sett, samgöngur verið bættar með vega- og brúargerðum, bifreiðar komið til lands- ins, en áður varð ekki farið nema á hestbaki, og aðstaða til sjó- ferða innan prestakalla sumstaðar breytt til stórbóta. Ég býst heldur ekki við, að neinn treysti sér til að neita því, að þessar breyttu kringumstæður geti réttlætt það, að sumstaðar sé sókna- skipun breytt og prestaköll stækkuð, ef aðeins er litið á örðug- leikana við þjónustu prestakallanna. Ég skal t. d. játa það, að ef aðeins er litið á þá hlið málsins, þá er einum presti hægara að þjóna, svo ég taki dæmi, sem ég þekki vel, Staðarprestakalli i Grindavík og Útskálaprestakalli, eins og vegir og samgöngur eru þar nú, heldur en var að þjóna Útskálaprestakalli einu, þegar ég tók við því 1916. Þá var ekki til vegarspotti innan prestakallsins, nema suðurvegurinn til Iíeflavíkur. Ég skal lika játa það, að það er hægara að komast yfir Grundarþing í Eyjafirði, eins og þau er nú, heldur en Hrafnagilspresta- kall eitt, eins og það var á dögum föður míns sáluga. Þannig mun víða vera, og er ekki nema sjálfsagt að taka tillit til þess með allri sanngirni. En það má nú fyr rota en dauðrota. Það má fyr endurskoða og laga eftir breyttum aðstæðum Iögin frá 1907, heldur en fækka eins geysilega eins og frumv. launamála- nefndar ætlast til. Enda eru sumar hugmyndir nefndarinnar svo fjarri öllum sanni, að stórmerkilegt er að láta slíkt frá sér. Á ég þar t. d. við sameiningu Vallaprestakalls i Svarfaðardal og Ólafs- fjarðarprestakalls. Þeir, sem þar þekkja til vita, að á vetrum geta liðið svo vikur, eða jafnvel mánuðir, að ekki verður þar komist á milli. Ekki virðist heldur mikið vit i að ætla Skútu- staðapresti vetrarþjónustu á Viðirhóli, meðan ekki kemur að minsta kosti brú á Jökulsá. Þar getur hæglega komið fyrir, að prestur leggi i fleiri tíma ferð austur yfir Mývatnsöræfi, eins og þau geta nú verið á vetrardag, og komist alls ekki yfir Jökulsá. Auk þess hefir nefndinni með öllu láðst að gera fyrir þjónustu nokkurra sókna, þar á meðal Hríseyjarsóknar, sem telur hátt á 4ða hundrað safnaðarmanna. Sýnir það og fleira, að ekki hefir verið af nægum kunnugleik og vandvirkni unnið að frv., þar sem sóknum er með öllu slept, og í yfirlitsskýrslu um messur og messuföll frá 1932 er ekkert tillit tekið til þess, ef sami prestur hefir það ár þjónað fleiri en einu prestakalli. Er þess t. d. getið í neðanmálsgrein, til þess að sýna ósamr?emið í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.