Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 34

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 34
282 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritið. skapferli, íslendingar, að vera altaf með guðsorð eða játningar á vörunum. En trygðina við kristindóm og kirkju fáum við að sjá, úti um sveitir landsins, þegar á að fara að taka presta og kirkjur af söfnuðunum. Ég man ekki eftir neinu dæmi, þar sem það hefir gengið illindalaust. Það er meir að segja eitt hið við- kvæmasta mál, þó ekki eigi nema að færa kirkju til, innan sömu sóknar. Og þeir sem nokkuð þekkja til vita það, að þar sem prests- þjónusta gengur á einhvern hátt öðruvísi en æskilegt er, eða sóknir og prestaköll verða útundan með þjónustu, þá er það næsta alment, að með þvi séu opnaðar dyr fyrir starfsemi hinna og þessara sértrúarflokka, Hvítasunnusafnaðar, 7da dags Aðveniista og annara, sem nota tækifærið, þegar söfnuðirnir eru forstöðu og forsjárlausir um andlega leiðsögn eða þjónustu. Slíks má nefna dæmi, þó ekki verði það gert hér. Trúarþörf fólksins og andleg leit, þorstinn eftir einhverju, sem mettað getur þrána eftir Guði og tilbeiðslu, leitar altaf útrásar á einhvern hátt. Og dettur nokkrum i hug, að söfnuðir íslands séu betur settir, með l>vi að spara prestana um helming, en hleypa svo eftirlits og ihlutunariaust allskonar leikprédikurum, af öllum flokkum og stefnum inn í sveitirnar? Meðan hin evangelisk-lúterska kirkja er lögvernduð þjóðkirkja íslands, þá er það ein af skyldum hins opinbera, og ekki sú litilvægasta, að gæta þess, að ekki sé tvístrað um of safnaðarlífinu. Trúfrelsi er vitanlega sjálfsagt, en hins ber að gæta, hvort ekki er ailrar athyglis vert að ýta beinlinis undir sérstefnur og kredduofsa, sem oftast fylgir í kjölfar þeirra. Og þar sem prestsþjónustu er gert örðugt fyrir, þá hefir reynslan þegar sýnt, að óttinn í þessum efnum er ekki ástæðulaus. Ég er nú kominn að lokum máls míns. Ég þykist hafa sýnt, að frumvarp launamálanefnar um skipun prestakalla nái á engan hátt tilgangi sínum, og sé mikillega reist á misskilningi nefndarnnar á högum og þörfum íslenzku þjóðkirkjunnar. Það verður ekki séð, að prestafækkunin sé að óskum þjóð- arinnar. Því svaraði hún 1931 og hefir sýnilega ekki skift um skoðun síðan. Það hafa verið færð rök að því, að hag prestanna er ekki betur borgið með frv. nema síður sé. Það færir þeim fjárhags- legt tap, en ekki gróða, mikinn erfiðisauka og eyðilagða mögu- leika til þess að geta unnið störf sín eins og þeir vilja, og em- bætti þeirra krefst. Það er ekki betur séð fyrir þrifum og þróun kirkjunnar, held- ur þvert á móti. Viða mundi frv. orsaka algeran dauða í öllu

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.