Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 36

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 36
284 Hinn almenni kirkjufundur. Kirkjuritið. svo fáir, eins og nefndin álitur. En undir hitt vil ég taka, að óska þess, að tré kirkjunnar sé ekki aðeins lifandi tré, heldur og lífsins tré. ÞaS viljum vér vera samtaka um að verja fúa. En það verður tæplega gert með því að svifta kirkjuna þjónum sínum og hefta starfsemi hennar meðal þjóðarinnar. Lifandi tré getur hún því aðeins verið, að gróðrarskilyrðin séu ekki frá henni tekin. Við getum ekki vænst góðs ávaxtar af neinu tré, sem svift er áburðinum og vingarðsmennirnir reknir í burt frá. Kirkjan fær heldur aldrei notið sín, nema með sameiginlegum átökum allra vina hennar til varnar þeim kuldasúg, sem nú andar að henni. Að því viljum við öll vinna. Umræður urðu miklar um skipun prestakalla, og voru jafn- framt lesin upp bréf og safnaðarályktanir um málið, sem fund- inum höfðu borist. Ennfremur höfðu stjórn Prestafélags íslands þegar verið sendar margar ályktanir, sem ekki vanst tími til að lesa upp. Allar voru þessar ályktanir samhljóða um það, að preslaköllum mætti ekki fækka meira en orðið væri. Ennfrem- ur var mælt af miklum áhuga og festu og með skýrum rökum gegn prestakallasamsteypum, sem myndu viða i raun og veru svifta söfnuðina prestinum og auk þess baka þeim ærin útgjöld, er þyrftu að sækja prest langan veg til aukaverka og kosta ferð hans, ef yfir sjó væri að fara. Mæltist mörgum ágætlega, og fylgdi hiti og kraftur máli þeirra. Vildu þeir i engu þola, að þröngvað væri kosti kristni og kirkju hér á landi, heldur skyldi hún efld svo sem fremst yrði auðið. Þessir tóku til máls:FrúHild- ur Baldvinsdóttir, fulltrúi Grenjaðarstaðarsóknar. Sigurgeir Gíslason, fulltrúi Hafnarfjarðarsóknar. Jón Ólafsson, fulltrúi Mýrasóknar. Sigurður P. Sivertsen prófessor. Séra Sigurgeir Sigurðsson. Jón Björnsson, fulltrúi Viðvíkursóknar. Séra Magnús Guðmundsson. Séra Gunnar Árnason. Arnór Sigurjóns- son, fulltrúi Einarsstaðasóknar. Lárus Thorarensen, fulltrúi Akureyrarsóknar. Sigurbjörn Á Gíslason. Stefán Hannesson, full- trúi Skreiðflatarsóknar. Friðbert Friðbertsson, fulltrúi úr Stað- arsókn i Súgandafirði, Guðmundur Jónsson, fulltrúi úr Möðru- vallasókn. Jóhannes Sigurðsson prédikari. Hjörtur Benedikts- son, fulltrúi Glaumbæjarsóknar. Jón Þorsteinsson, fulltrúi Ól- afsfjarðarsóknar. í málinu var kosin fimtán manna nefnd: Ágúst Helgason, fulltr. úr Hrepphólasókn. Ásmundur Guðmundsson. Séra Brynjólfur Magnússon. Séra Friðrik Rafnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.