Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 37

Kirkjuritið - 01.07.1935, Page 37
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 285 Gísli Sveinsson. Séra Guðbrandur Björnsson. Hildur Baldvinsdóttir. Séra Jakob Einarsson. Jón Sigfússon, fulltr. Kirkjubæjarsóknar. Séra Jósef Jónsson. Lárus Thorarensen. Sigurbjörn Á. Gíslason. Sigurborg Kristjánsdóttir, fulllr. Staðarfellssóknar. Séra Sigurgeir Sigurðsson. Valdimar Snævarr. Nefndin hélt tvo fundi og bar þvi næst samhuga fram þessar tillögur: Almennur kirkjufundur í Rvík 23.—25. júní 1935 lýsir yfir þvi: 1) Að hann er mótfallinn frumvarpi því um skipun presta- kalla, sem fram er komið á Alþingi frá milliþinganefnd í launa- málum, og telur, að yfirleitt beri alls eigi að fækka prestum frá því sem nú er, né heldur að sameina prestaköll landsins frekar en gildandi lög (frá 1907) gera ráð fyrir. 2) Að þær breytingar, sem til greina gætu komið á núverandi skipun prestakalla, eða kirkna og sókna, hvort sem er til sam- einingar eða aðskilnaðar í einstökum tilfellum, eigi því aðeins að fara fram, að þær verði að teljast samkvæmar eðlilegri þró- un kirkjumálanna og hlutaðeigandi söfnuðir æski þeirra. 3) Að loks gæti komið til greina, ef almenningsvilji reyndist að vera fyrir því, að lögin um skipun prestakalia nr. 45, 16. nóv. 1907 yrðu endurskoðuð í heild, með það ákveðna markmið fyrir augum, að lagfæra það, sem ábótavant þykir, svo að kristni og kirkju landsins verði enn betur borgið en nú er. Getur þar eins vel komið til mála, að fjölga verði prestum á ýmsum stöðum i landinu, svo sem í Reykjavik og viðar, sem er aðkallandi, svo og að fela þjónandi prestum nokkur kenslu- og skólastörf um leið og kjör þeirra yrðu bætt. Fyrsta og önnur tillagan var samþykt með öllum atkvæðum, og sú þriðja með öllum atkv. gegn tveimur. Þegar atkvæðagreiðslunni var lokið, flutti séra Brynjólfur Magnússon nokkur hvatningarorð til fundarmanna. Samtök og samvinna að kristindóms- niálum. Annað höfuðmál fundarins var samtök og samvinna að kristindómsmálum. Höfðu þeir framsögu í því Ásmundur Guðmunds- son og Ólafur B. Björnsson á mánudagsmorg- un 24., og fara erindi þeirra hér á eftir,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.