Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 39

Kirkjuritið - 01.07.1935, Side 39
Kirkjuritið. Hinn almenni kirkjufundur. 287 í,raf samiífi og samstarfi fyrir sitt málefni það fyrirheiti, að þar sem 2 eða 3 væru saman komnir í nafni lians, J)ar vildi hanri vera mitt á meðal Jjeirra. Samstarf með prestum innbyrðis hefir aukist síðari árin. Opinberar deilur þeirra í milli um trúarkenningar eru þagnaðar, eri sameiginlegum átökum beint gegn aðsteðjandi hættum. Deild- ir hafa eflst innan Prestafélags fslands og starf þess í heild sinni farið mjög í vöxt. Er með Jjessari samvinnu allri hafinn nýr og merkilegur þáttur í kristnisögu landsins. Starf leikmanna fer einnig í vöxt og er sumstaðar frábærilega gott og farsælt. Hlýtur starf manna eins og Péturs Sigurðssonar og Jóhannesar Sigurðssonar að vekja aðdáun ýmsra sökum framúrskarandi áhuga þeirra, atorku og ósérplægni. En samstarf milli presta og leikmanna er mikils til of lítið og vantar enn tilfinnarilega skipu- lag á samvinnu í landinu að kristindómsmálum. Þó er nú áhug- inn í þessum efnum að glæðast hjá báðum, og ekki siður með sumum leikmönnum. Einn glegsti vottur líess er Jjessi kirkju- fundur, sem leikmaður átti frumkvæði að. Fundarsóknin talar skýrt sínu máli. Hér á að treysta handtak milli presta og leikmanna — ein- læga og öfluga samvinnu að kristindómsmálum. Þegar ég segi Jjetta, J)á kemur mér í hug minning frá prests- skaparárum mínum, sem mér l)ykir mjög vænt um. Einn af safnaðarmönnum mínum sat hjá mér uppi í Helgafelli og sókn- in blasti við. Við töluðum um l)að, sem mestu skiftir, og urðum trúnaðarvinir. Að loknum samræðum vissi ég, að samvinna hans var vís í orði og verki að hverju því, er mætti verða til eflingar kristindómi og heilla í sókninni. Handtak okkar var þögult lof- orð um það, að við skyldum eftirleiðis standa fast hvor við annars hlið. Altaf hafði mér fundist prestakall mitt fagurt, en nú brá yfir sóknina nýjum ljóma. Náið samstarf var þar í vændum. Aftur virðist mér nú, að ég sitji að Helgafelli — andlega tal- að. Og nú eru það ekki lengur aðeins við tveir einstaklingar, heldur tveir flokkar presta og leikmanna, sem mælst liafa við um hrið trúnaðarmálum varðandi það, er mestu slciftir. Hér ríkir einnig vinarandi og ég vona, að við séuiri að takast í hend- ur og festa þögult heit um það, að standa þétt saman að starfi til eflingar kristnilífi þjóðarinnar. Alt landið blasir við hug- sjónum okkar, frá yztu nesjum til instu dala. Alls konar erfið- leikar hafa grúft yfir því á liðnum árum og grúfa enn eins og þunga sorti. En við liandtak okkar mun birta og sjást i lofti uppgönguaugu og sól milli skýja. Hjálpin í nauðum þjóðarinnar

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.